Ég setti nemendum mínum fyrir það verkefni fyrir næsta tíma að skoða tvær sýningar. Önnur er bókasýningin Context í Norræna Húsinu en það er mjög gott að skoða hana með því að horfa á aðferðir, áferðir og hvernig hægt er að tengja það við það sem mann langar að segja með td. bókverki eða málverki. Síðan er önnur sýning á þjóðminjasafninu Ævispor sem er útsaumssýning Guðrúnar Guðmundsdóttur sem, hefur saumað út af miklu listfengi með gömul handrit og forn útsaumuð klæði sem fyrirmynd. Mig langar til að nemendur mínir velti fyrir sér tengslum handverksins og myndlistar, hvað gerir verk að listaverki. Hvað er listamaðurinn að segja í verkum sínum?Ég set hér líka textann í stærra letur og öðruvísi leturgerð til prufu.
Zak Prekop
10 years ago