Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Október - Mánuður myndlistar - Í mörg horn að líta.....


Október ár hvert er mánuður myndlistar https://www.manudurmyndlistar.is/. Að undirlagi SÍM sem eru samtök myndlistarmanna á Íslandi https://sim.is/ eru skipulagðir viðburðir, opnar vinnustofur, heimsóknir í skóla og ýmislegt annað sem myndlistarmenn sjálfir brydda upp á. Ég var með ýmis verk í gangi þann mánuðinn og fjölbreytnin er í fyrirrúmi, ýmis verkefni í deiglunni sem vert er að segja frá hér./October is the month of visual arts in Iceland. I participate every year and welcome visitors to my studio where I have several projects in progress. 

Opið á vinnustofunni alla daga./Open studio - Artist@work
Ég auglýsti opna vinnustofu á facebook síðu vinnutofunnar sem ég kalla líka stundum Málarinn við höfnina og tók á móti gestum. Vinnustofan er hjarta og lungu listamannsins í listrænu samhengi og hjá mér er alltaf opið eftir samkomulagi eða þegar ég er komin á staðinn. Ef þú ert ekki þegar vinur minn á síðunni þá er lag núna: https://www.facebook.com/soffiasart/ . /Open studio days in October. Look at my facebook profile or Instagram: https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/

Á vinnustofunni eru nokkur verkefni sem hafa átt hug minn allan/A few projects in progress @ the studio:
Mér var boðin þátttaka í norrænu verkefni og þurfti að gera bók í stærðinni A6 í 11 eintökum. Þetta var óhemju skemmtilegt og sannarlega eitthvað sem ég væri til í að gera meira af. http://www.codexfoundation.org/ er tileinkuð handgerðum bókum og margir snillingarnir þar. Þetta norræna verkefni verður hluti af því og hér má sjá um það: https://www.facebook.com/VingaardsOfficin/ /Some great printmaking projects that I am participating in and finished this month. I was invited to take part in this nordic book project that will be on Codex in San Francisco next year. 

Bókin Landslag með texta, myndum, handþrykkt,
brotin eftir kúnstarinnar reglum/
Artist book Song of land handprinted, handwritten texts, folded.
Landslag Upplag - Edition 1/10 - 11/11


Hér má sjá allar bækurnar komnar til Danmerkur.
Mikil vinna að koma þessu öllu heim og saman trúi ég!!
All the artist books in one place. A lot of work to put this together.


Hreyfanlegt landslag - ...landslag sem ég fer um á degi hverjum/
Movable landscape - ....the landscape I go through every day

Þeir sem þekkja til pappírsverka minna vita að ég á mér svolítið annan myndheim en þennan sem flestir þekkja. Um þau verk segir Ragna Sigurðardóttir: 
Myndverk Soffíu kalla fram síbreytilegt umhverfi þar sem hraunið teiknar upp sjónarrönd. Yfir og allt um kring fjúka himinn og haf saman í vatnsflaumi og minna á að náttúran er ekki bara staður, heldur líka stund. Málarinn nálgast umhverfi sitt á markvissan máta og niðurstaðan er ekki mæld í vísindalegum einingum heldur í hvössum línum og mjúkum strokum, hughrifum og birtubrigðum.
Af sýningunni "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjaness 2016/17
Exhibition "Above and below the horizon" Reykjanes Art Museum 2017
Ég hef allt þetta ár unnið að stóru verki sem ég hlakka mikið til að koma upp. Þetta verk er einskonar landslagsstúdía, unnið með kínversku bleki og blýjanti á pappírsrúllu sem er alls 10 metrar á lengd en verkið sjálft er um 1 x 5 metrar á breidd. Verkið sem verður í fjölnota sal bæjarstjórnar í ráðhúsi Garðabæjar er unnið með rýmið í huga og gert ráð fyrir því í allri hönnun og uppsetningu. Nú er uppsetning þess á lokastigi, verkið er til og verður væntanlega kynnt fyrir bæjarbúum og öðrum í fyllingu tímans. Það er nýtt fyrir mig að vinna verk í samvinnu margra aðila með þessum hætti og það er sannarlega ánægjulegt og kærkomið. Hlakka til að fá viðbrögð þeirra sem sjá það, en innangengt verður í þennan fjölnota sal inn af Garðatorgi sem er vaxandi svæði með frábæru hönnunarsafni http://www.honnunarsafn.is/. /I can't wait to launch the "Movable landscape"piece that I have been working on this year. It is a scroll, with ink and pencil on japanese paper roll. It will be installed at Gardabaer Town Hall( it is now up!!!More to come!!!!)

Monday, October 29, 2018

10: Long live paper!

Monday, August 27, 2018

Touch and technology/Tækni og snerting San Francisco-Las Vegas-Reykjavík 2017-2018

Oft veltir lítil þúfa.....Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni "Touch and technology". Sýningarstjórarnir Carrie Ann Plank og Robynn Smith eru starfandi listamenn sem koma víða við og það er svo hressandi, enda virkilega vel að öllu staðið. Við vorum 10 sýnendur og sýningin var fyrst sett up í nóvember 2017 í Gallery 688 í San Francsico, síðan í Gallery Pricilla Fowler í tengslum við Southern Graphic Council ráðstefnuna í mars á þessu ári þar sem fjölmargir sáu hana og svo er sýningin í Grafíksalnum í Reykjavík til 2. september. Sýningarspjall og Solar Prin námskeið á verkstæði félagsins um helgina sem þær stóðu fyrir og auk þess heimsókn á vinnustofu mína. 
Sýnendur við opnun sýningarinnar í San Francisco
The Artists present at Gallery 688 in San Francisco November 2017
It has been a great ride to participate in this fabulous exhibition "Touch and Technology". It started in San Francsico in November last year at Gallery 688 and was one of the exhibitions at Southern Graphic Council Conferense in las Vegas in March. It is in the IPA Gallery until sunday. Don't miss it!!  
Artist talk at the IPA Gallery/Listamannaspjall í Grafíksalnum

Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG/ Elísabet is IPA's Chairman

Sýningarstjórarnir Robynn Smith og Carrie Ann Plank.
Milli þeirra er Laura Valentino einn listamannanna/
The Curators with Laura Valentino one of the artists.

Verk mín "Hreyfanlegt landslag" eru vinstra megin á veggnum.
Hringirnir hægra megin eru verk Carrie Ann.
On the left is my work "Hreyfanlegt landslag"
the round gorgeous pieces are Carrie Ann's.
Framundan í haust eru svo tvö lítil en krefjandi grafíkverkefni sem bíða mín og ég hlakka svoldið til að takast á við þau. Það er alltaf ótrúlega gefandi að detta í eitthvað nýtt og þurfa að vinna að tilteknu verkefni. Ég er búin að vera með risaverkefni á minni könnu í sumar sem ég hlakka mikið til að skila af mér á næstu dögum/vikum og þá er gott að henda sér í eitthvað nýtt. Jamm...alltaf eitthvað. /I have some smaller printmaking projects coming up this fall. I have been over my head this summer working on a big piece that I will deliver in the next few weeks. When that is done it is great to have something completely different waiting. To be continued....... 

Tuesday, May 8, 2018

Verðlaun og vegtyllur/Joan Mitchell Painting and Sculpture Award

Ég er að fara til New York í vikunni til að vera við útskrift sonar míns sem útskrifast úr sínu 4 ára mastersnámi sem kvikmyndagerðarmaður frá Columbia háskólanum. Það verður skemmtilegt og minnir mig á það að það er stundum gott að minna sig á allt það góða sem hefur ratað til manns á lífsleiðinni. Það var óvænt á sínum tíma eftir að ég lauk mínu mastersnámi frá Mills College í Kaliforníu að fá Joan Mitchell Painting and sculpture Award og með þeim fékk ég hæstu upphæð sem mér hefur hlotnast á einu bretti fyrir verkin mín. Með verðlaununum gat ég leigt mér stóra vinnustofu í eitt ár og komið undir mig fótunum eftir Ameríkudvölina. Margir þekktir listamenn hafa fengið þessi verðlaun sem eru veitt án umsóknar, þ.e. einhver sem tilnefnir þig. Ávísunin kom svo bara í pósti, stíluð á mig. 
Með stórborgina New York í baksýn/
On a rooftop bar in New York
Joan sjálf var mikilhæfur listamaður og verkin hennar hafa alltaf mikil áhrif á mig. Hún starfaði í New York og París og stofnunin sem er kennd við hana var með höfðustöðvar í New York en hefur sett mikinn kraft í New Orleans eftir að flóðin urðu þar og komið listamönnum þaðan til hjálpar með neyðaraðstoð en líka tengt listamenn við aðra starfsemi og það er frábært hversu miklu hefur verið komið til leiðar.

Það er svo ekki leiðinlegt fyrir mig persónulega hversu margir flottir listamenn hafa fengið þessi verðlaun og gaman að vera í þeim hópi.

Just remembering all the good things in life. My son is graduating from Columbia next week with an MFA in Film Directing so I will be heading to New York for the graduation ceremony and of course be present at the premiere on his film "Kanary". After my graduation from Mills I got the Joan Mitchell Painting and Sculpture Award. It was a complete surprice and was a great support and helped me deciding to be an artist. Other JMPSA recipients through the years are pretty great artists and I am truly grateful for being on that list.  


Monday, April 9, 2018

Wish you were here - Chile apríl 2018

A seat with a view.
In the morning dawn after 14 hour flight from London,
I could see the mountains of Chile.
Það er gaman að vera hér í Valdivia í Chile og undirbúa póstkortasýninguna "Wish you were here" sem opnar á morgun þriðjudag. Eftir langt ferðalag þvert yfir veröldina eiginlega er tekið á móti manni hér eins og höfðingja. Umhverfið er sannarlega framandi og landslagið hér á þessu svæði er tilkomumikið, en elskusemi fólksins sem tekur hér á móti manni er ómótstæðileg. 
Útsýni yfir ána, vinstra megin er nútímalistasafnið.
It is a wonderful surprice to be here in Valdivia Chile for our show Wish you were here, after a long journey to the other end of the world(kind of)  and experience an extremely warm welcome. Galeria Barrios Bajos is run by two women artists that have built this dream up in the city of Valdivia, in an area that is in progress and gets more attention with the locals, people from the university and artists. The city has some great architecture gems but also other areas that are not so interesting. 
A view over the river

Hús sem gæti verið á.....Ísafirði?
This house could easily be in Iceland

Skemmtilegir gluggapóstar

Gallerí Barrios Bajos er rekið af tveimur ungum konum sem hafa byggt það upp af miklum metnaði í hverfi sem er í uppbyggingu. Galleríið og kaffihús sem þær reka samhliða njóta vaxandi vinsælda hjá háskólafólki og listamönnum. Í borginni er skemmtilegur arkitektúr og öðruvísi byggingar innan um sem gaman er að skoða og mikil uppbygging í gangi. Matur og drykkur hér er með því besta sem ég hef bragðað og hver dagur nýtt ævintýri. Í dag byrjum við Heike að setja upp sýninguna, 600 póstkort sem bíða þess að komast upp á vegg þó enn hafi ekki öll skilað sér.....

Boðskort/Invite
Galeria Barrios Bajos is a real gem, run by two women artists that have rebuilt an old house from 1918 and opened a Gallery and a café, and in the backyard a double home where they live with their family. The food and drinks in this area is beyond anything I have ever tasted and the café has great examples of that. Today we will start installing our show, 600 postcards wait to be hang though not all of the ones we sent are here....yet.
To be continued......

Wednesday, February 21, 2018

Um að vera skapandi/Being creative

Það er stundum erfitt að finna tíma og leiðir til að vera skapandi. Það er áhugavert að lesa hér um Josef Albers og hvaða sýn og leiðir hann lagði til í sinni kennslu, en hann var einn af frumkvöðlum Bauhaus (já ekki verslunarinnar heldur skóli sem hann kom á fót!!). Hann lagði áherslu á óhefðbundin tól og tæki við sína nemendur og sérstaklega hvað varðar litablöndun og litaskoðun og hvernig ætti að líta á teikningu. / It is sometimes difficult to find the time and know how to be creative. It is great to read about Josef Albers and his ways with his students. He was very strickt with using non traditional tools, especially in color studies and how to look at drawing.
Gult - rautt
Yellow - red

Blátt - gult
Blue - yellow
Skoðið þessa frábæru grein hér um Josef Albers og ekki úr vegi að prófa það sem hann lagði til í sinni kennslu til að hvetja okkur til að horfa og nota óhefðbundnar leiðir. Td að skrifa nafnið þitt með stórum stöfum og svo alveg eins afturábak./Look at this great article and J.A. ways in his teaching methods. Like writing your name and then writing it backwards. As a way of looking...and drawing.

Sjá hér: https://www.artsy.net/article/artsy-editorial-artist-josef-albers

Mér sýnist ég vera ómeðvitað að skoða þetta svolítið þessa dagana. Ég er að kenna í forföllum Teikningu 1 í Myndlistarskóla Reykjavíkur og nemendur eiga að teikna kassa, kúlu, keilu o.sv.frv. Ég hef því þurft að rifja upp og finna út hvernig maður kennir það sem manni finnst sjálfsagt og hvernig maður brýtur það upp, en líka hvernig kennir maður einhverjum að horfa, skoða, mæla og setja það á blað. Mjög áhugavert og hressandi. / I'm temporarily teaching Drawing 1, a beginners course in drawing. It is very interesting to figure out ways to teach what has become natural and spontanious for me. Very refreshing.

Mismunandi grunnar og litagleði
Different ground and playing with colors

Gott að hreinsa penslana á stórri plötu...hvað verður úr þessu?
Clean the brushes on a big plate...will it be something?
Svo er ég með námskeið á vinnustofunni framundan þar sem ég er að ýta fólki af stað sem er komið mislangt að mála og það er spennandi. Þá fer maður sjálfur að skoða og spá og prófa sig áfram. Josef Albers talar líka um mikilvægi þess að vera agaður en tilraunagjarn. Svo maður er líklega að reyna það. /I have painting courses coming up in the studio and my students are both beginners and advanced. So it is important to force yourself to experiment and figure out ways to open up this media, oil painting. Like J.A. talks about the importance of discipline and experiments.

Tuesday, January 30, 2018

Námskeið 2018/Painting courses 2018

Litir....
Mér finnst ótrúlega gaman að kenna, þó stundum sé gott þegar það er ekki of þétt kennsludagskráin ef margt annað er í gangi. Það hreyfir við manni í kollinum, svo af og til tek ég því til á vinnustofunni og set upp námskeið. Það getur stundum verið erfitt að finna tíma þar sem allt gengur upp. Mér finnst gott að hafa samfellu í námskeiðunum og legg upp með ákveðið þema/aðferð þó stundum notist ég við plan sem ég hef notað áður. Ég vil hafa hópana litla, kannski 5-7 manns og góða stemmingu og þetta er alltaf tilhlökkunarefni. Svo nú ætla ég að taka smá námskeiðstörn í lok febrúar og fram í miðjan mars mánuð. Maður skráir sig hjá mér hér á vinnustofunni eða í s:8987425 og svo má líka senda mér póst á soffias@vortex.is.
Frá sumarnámskeiði/A great summer painting group
Ýmis tól og tæki/Various tools


Námskeið I - Laugardagur 24. febrúar 11-16. 
Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi. Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi, en í lokin er sýnikennsla í að búa til coldvax. 
Verð:15.000

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu, en hentar einnig sem undirbúningur að námskeiðinu “Undir yfirborðið” sem haldið verður 8.-11. mars. Þeir sem vilja einnig koma á bæði námskeiðin fá 20% afslátt.  
Gatan mín..hverfið mitt....

Sveitin mín....


Námskeið II - 1. - 5. mars 2018
Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)
Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

1.3. Fimmtudagur 17-19 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir.
3.3. Laugardagur 10-17  Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.
4.3. Sunnudagur 10-17 Færum okkur yfir í olíulitina.
5.3. Mánudagur kl. 16-19 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.
 Verð: 30.000 (*hægt að skipta greiðslu). 19 tímar - Mikið innifalið.
Gamblin Cold Wax/Efni til að búa til Cold Wax

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Námskeið III  - 8.-11.mars 2018Undir yfirborðið…Námskeið fyrir lengra komna


Yfirgripsmikið námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á skissuvinnu og áhrif umhverfis á verk. Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, akrílbleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír. Litaval takmarkast við svartan, bláan, okkurgulan, brúnan og hvítan.

Fimmtudagur 8. mars 16-19
Hittumst á vinnustofu, kynning á viðfangsefni og fyrirkomulagi, skoðum bækur og efnið sem vinna á með(vax, olíuliti, akríl, kol, tré, pappír, spaðar, penslar, tuskur) og mismunandi leiðir til að skissa.
Föstudagur 9.mars 16-19
Skissað og skoðað. Hittumst í fjörunni á Álftanesi(nánari staðsetning síðar)Notum myndavélina, en líka pappír og kol og fleiri teikniáhöld. Höldum áfram á vinnustofunni. Notum hvítt gezzo, koladuft og graphyte á þykkan pappír. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).
Laugardagur 10. mars kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.
Sunnudagur 11. mars kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Sjá efnislista. Kaffi, te, vatn, kaka. Skiptum með okkur helgardögunum og leggjum með okkur á hádegishlaðborð.
Verð: 60.000/Hægt að skipta greiðslu en við skráningu skal greiða helming þátttökugjalds(vegna efniskostnaðar).

ATH! Hægt að fá námskeiðið niðurgreitt hjá stéttarfélögum.

Hugsanlegt að sama námskeið verði haldið aftur í lok apríl/maí ef næg þátttaka fæst og í Hvíta húsi á Snæfellsnesi í september.




--> --> -->

Jákvæður janúar/January....a positive month.

Þá er komið nýtt ár 2018 og síðustu dagar janúar mánaðar að renna sitt skeið. Frekar fannst mér hann stuttur í annan endann, og maður er varla farinn að hreyfa pensla að neinu ráði. Eitthvað þó samt. Hér koma nokkrar myndir af vinnustofunni. Sumar myndir eru í vinnslu, einhverjar bara hanga á veggjunum af gömlum vana og enn aðrar hafa verið í láni og voru að koma aftur. Þessum mánuði fylgir líka ýmis skipulagsvinna/ First month of a new year 2018 has gone by really fast,, almost without moving brushes.....but still of course I have been busy with other things as well. Office hours, exhibition planning, grant application etc.  
Málverk á vegg...hjá mér/Some paintings

Litlar og stórar...gamlar og nýjar...../Little and big....old ....new

Líttu nær   og fjær/Look closer

Einhver forn andi yfir þessari/Where did this person come from?

Munu þeir koma út úr myndunum á árinu?/
Will they walk out of the painting this year?

Halló!/Hello

Hæ/Hi

Hm/hm.....