Sunday, January 30, 2011

Staðir

Skissur/Brot 2007 - Litblýjantur á A-4 Pappír.
Á sýningunni IS/NL 2007 vann ég þessar myndir með bláum litblýjanti. Ég var að sýna með Monicu, hollensku vinkonu minni í sal Grafíkfélagsins og mér fannst að með því að teikna þessi brot sem geta minnt á landslag eða litla minningu um landslag gæti það tengst verkum hennar á skemmtilegan máta því við unnum verkin sitt í hvoru lagi. Ég var mjög ánægð með þá sýningu og hún fékkk góða dóma. 


Slóðir/Tracks - æting á handgerðan indverskan pappír - 2009
Þessa ætingu vann ég hratt á málmplötu og setti í sýrubað til að línurnar ættust niður. Ég vildi ná fram ákveðnum hráleika og gömlum tíma. Var á þessum tíma að skoða James Whistler sem var stórfenglegur grafiklistamaður og málari. Hann vildi ná fram malerískum áhrifum sem ég reyni alltaf að gera líka í mínum grafíkverkum.

Sæfarendur - 2010 - Olia og vax á tréplötu
Huliðsheimur II 2010 - Detail - Olía og Vax a tréplötu 
Huliðsheimur - 2007 - Detail - Olía og vax á tréplötu

Efnisnotkun hefur mikil áhrif á það hvernig ég vinn og hver útkoman er. Í myndunum Leysingar I og II lagði ég þunnan gegnsæjan pappír á tréplötu sem ég var búin að mála á og teiknaði svo það sem mér fannst að ætti að vera ofan á pappírinn. 
Leysingar 2009- Þrykk á gegnsæjan pappír af tréplötu með lit og blýjanti
 Náttúruöfl 2010 - Detail -  Olía og Vax á tréplötu
Tréplata getur falið í sér ótal ferðalög ef maður bara leitar eftir þeim. Fyrr enn varir er maður kominn á fjöll og súld í grenndinni.....Náttúruöflin lláta ekki hæða að sér.
Leysingar 2009 - Þrykk og blýjantur af tréplötu á gegnsæjan pappír
Staður - Kol á pappír - 2009
Kol eru einfaldasta efnið til að ná fram stemmingu. maður getur steundum þurft að glíma við blýjantinn lengi til að ná fram stemmingu í mynd en bara ein loðin lína teiknuð með koli gefur til kynna sjóndeildarhring, þoku í grenndinni og einhverja hreyfingu sem blýjanturinn býr ekki yfir.

Ferðir án áfangastaðar - leiðsagnir

Er þetta ekki fyrir austan fjall?
Hluti úr málverki mínu  Náttúröfl 2010 - Olía og vax á tré
Bjalli 2010 - Ljósmynd

Ég fór á sýninguna Án áfangastaðar í Listasafni Reykjavíkur í dag og varð mjög upprifin. Ég komst að vísu ekki yfir alla sýninguna og ætla mér að fara við fyrsta tækifæri aftur því ég "lenti" á leiðsögn(meira um það síðar) en það sem ég sá af sýningunni hitti mig í hjartastað. Það er svo margt við ferðina og upplifun af ferðinni sem er áhugavert. Hvenær kemst maður á leiðarenda og hvert er ferðinni heitið? Þetta er mjög vitsmunaleg sýning og mikið lesefni en þarna voru td. myndir og skrif Roni Horn um landið og upplifun hennar af því. Sem var svo ótrúlega áhugavert. Ég þekki myndverk Roni Horn en þessi skrif og upplifanir hennar á þessum tíma eru magnaðar eiginlega. Líka fyrir þær sakir að þessi skrif og myndirnar birtust í Morgunblaðinu 2002 sem segir manni hvað Mogginn var og hvað maður saknar hans eins og hann var eða....vildi maður endilega hafa hann svona núna? Væri þetta ekki bara skrýtið í dag? Það er þetta með ferðina og áfangastaðinn......og leiðina. En nú er ég komin út fyrir efnið. Finnst að hver og einn verði að upplifa sýninguna fyrir sig...og líka hvaða leið hentar.

Monday, January 24, 2011

Sjálfsmyndir 2011

Flestir hafa einhverntímann gert sjálfsmynd af sér, ýmist málað eða teiknað eða tekið ljósmynd. Í tímanum á morgun eiga nemendur mínir að gera sjálfsmynd/málverk af sér á klukkutíma. Stærðin á striganum er frjáls og aðferðin líka, þannig má hafa spegil, vera með ljósmynd, taka mynd á síma og svo framvegis. Ég leitaði í mína smiðju sem mér fannst bara mjög athyglisvert. Ég hef málað og teiknað myndir af sjálfri mér í gegnum tíðina og lét mig hafa það að leysa verkefnið sem nemendur mínir eiga að leysa á klukkutíma(tvö kvöld í röð)
Mér finnst þessi ljósmynd nú bara lýsa mér frekar vel. Þetta er stóllinn á vinnustofunni sem ég sit alltaf í og hugsa. 


Ef til vill kemst þessi mynd af ferðalanginum á steininum sem situr og horfir niður á vatnið og hugsar sitt þar sem hann speglast í vatninu, næst því að vera sjálfsmynd kvöldsins. Hver veit hvað fer fram undir yfirborði vatnsins og hvað er hann að hugsa? Hver veit hvað fer fram í huga hvers manns...?
Mér finnst þessi mynd alveg svakalega fyndin. Hún er máluð eftir ljósmynd af mér sem er á kynningarbæklingi  og það þarf eiginlega að mála aðeins meira í hana ef vel á að vera, fyndnir litir sem ég valdi mér. Ég greip í hana meðfram hinum tveimur í gær og í dag en þetta er ekki mjög góð ljósmynd af henni. Hún er líka stærri en þetta.
Þessi mynd er máluð í gærkvöldi á gamla málningarplötu á klukkutíma. Svoldið fyndin og ekkert lík mér nema kannski rauða hárið og ég setti vængina bara upp á grín....kannski ég kalli hana Soffia Rosso.
Þessi mynd er máluð á klukkutíma eftir gamalli ljósmynd frá 2006 á vinnustofunni í kvöld.  Það væri freistandi að mála svoldið meira í hana og hún er raunar miklu stærri en hún virðist hér. Það er samt alltaf svolítið gaman að myndum sem eru gerðar með hraði, það kemur einhver ferskleiki sem gaman er að halda í. Kannski hún fari upp á vegg með hinum sjálfsmyndunum. 

Þessa mynd gerði ég líka í náminu í LHÍ 2009. Þarna er ég að hugsa um mig sem kennara. Þetta er ljósmynd af mér í rútu þar sem ég er með Álftaneskórnum í söngferð, en þar geng ég undir nafninu "Soffia Reisen" því ég hef verið fararstjóri í nokkrum ferðum. Ég teiknaði svo inn á það helsta sem þarf en mér finnst hlutverk mitt sem kennara vera eins og fararstjóri sem sáir fræjum og góðum anda en er líka sjálf á ferð og í sama báti þó ég viti alveg hvað ég er að gera og þekki leiðirnar...það getur samt alltaf koomið eitthvað óvænt og skemmtilegt upp á.
Þessa skissaði ég á pappír í náminu í Mills 2002. Ég var upptekin af því þá að ég ætlaði að vera málari og held því á málningartúbunni og er með pensil í hendinni. Ég er svoldið ánægð með hvað ég er ákveðin og reið.
.
Þetta er hluti af blýjantsteikningu sem ég gerði í náminu í LHÍ 2010, ég var sífellt á milli staða , á leið í skólann, á vinnustofuna, á leið í kennslu, sækja bílinn ofl ofl. Við vorum alltaf að gera hugkort og þetta var leið hjá mér til að skrásetja minn sístarfandi huga á þeim tíma. Það er stærri mynd af þessari hér til hliðar.



Endurtekning

Claude Monet
Japönsk áhrif í myndbyggingu og litavali.
Grafísk áhrif í svörtum línum sem eru teiknaðar ákveðið inn.
Claude Monet
Hér er áherslan á græna og gula tóna
en blái liturinn teiknaður inn á áhrifamikinn hátt

Claude Monet,
Málar þunnt og notar teikninguna og pensilskriftina á áhrifaríkan hátt
en myndbyggingin er líka óvanaleg þar sem hann raðar blómunum neðst og efst.

Mér finnst nemendur mínir stundum vanmeta myndefni sitt og möguleika þess. Ég tala stundum um að mála sig í gegnum viðfangsefnið og er þá að tala um einmitt þessa möguleika. Monet er gott dæmi um listamann sem vann sig í gegnum viðfangsefni sitt en myndir hans td. af heysátum í ýmsum litatónum með mismunandi stemmingu og birtu, myndir úr garði hans þar sem hann málar td. brú og vatnaliljur um árabil. Ekkert við þetta myndefni er eintóna eða óspennandi, heldur er áhugavert að sjá hvað hann nær miklu út úr fremur einföldu viðfangsefni. Hann málaði þessar myndir seinni hluta ævi sinnar en þá var sjón hans tekin að daprast og hann notaði stóra striga til að mála á, oft 1 x 2 metrar.

Claude Monet  
Þarna eru vatnaliljurnar hans þéttar  og liturinn frekar  mettaður (þykkur)
og unnið með bláa, hvíta og græna tóna .





Impressionistarnir

Claude Monet "Impression, soleil levant" 1872
Heystakkar, Claude Monet, 1890-1891
Stundum er fínt að taka fram gamla kunningja og skoða þá betur, manni hættir stundum til að vanmeta stór nöfn því maður er búinn að sjá myndirnar þeirra svo oft. Einn af þessum málurum er Monet(1840-1926). Hann var einn helsti upphafsmaður impressionismans en svo nefndist hreyfing listamanna sem var uppi á árunum 1870-1880. Verk þeirra einkenndust af litanotkuninni sem var frjálslegri en áður hafði tíðkast, teikningunni sem var lausbeisluð í and Eugéne Delacroix auk þess sem þeir fóru með striga sína út í náttúruna og til að ná betur fram áhrifum ljóssins. Pensilstrokurnar voru fremur stuttar og litirnir ýmist beint úr túbunum eða blandaðir á palettunni áður en þeir voru"settir" hlið við hlið en ekki dregið úr þeim eins og áður hafði tíðkast og þetta er sérstaklega einkennandi í verkum Monet. Á þessum tíma var líka ljósmyndin að öðlast vinsældir og þetta hafði áhrif á verk málaranna á þann hátt að þeir leituðust við að skjalfesta áhrif augnabliksins bæði í landslagi og í daglegu lífi. Á þessum tíma var líka sóst eftir áhrifum frá fjarlægum slóðum, og japönsk grafík sem var flutt inn á þessum tíma hafði einnig sterk áhrif með sérstakri myndbyggingu og litanotkun.
Edgar Degas,  L'Absinthe, 1876
 

Straumar og stefnur

Það er gaman að velta fyrir sér straumum og stefnum í myndlist. Hvernig utanaðkomandi atburðir hafa áhrif inn í myndlistina, hvernig litanotkun og pensliskrift breytist með öðruvísi áherslum og ekki hvað síst hvernig myndefnið sem málari velur sér ber tíðaranda og straumum merki. Ég hef verið að taka fram bækur sem ég á um impressionistana. Það byrjaði þannig að ég keypti bók eftir nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa "The Way to Paradise" sem reyndist fjalla um ævi listamálarans Paul Gauguins og öðrum þræði líf ömmu hans, en bæði fóru þau óhefðbundnar leiðir í lífinu þó ég viti ekki fullkomlega hvað er rétt og hvað skáldað í sögunnu. Hins vegar er það víst að Gauguin fór ekki að mála og teikna fyrr en fast að þrítugu en ástríðan náði svo sterkum tökum á honum að hann yfirgaf danska eiginkonu sína og börn og gaf sig listinni á vald, fyrst í Frakklandi þar sem hann dvaldist m.a. á Bretagne skaganum og málaði fólk og stórbrotið landslag en fluttist síðan til Tahiti þar sem hann bjó síðustu  12 ár ævi sinnar undir það síðasta við fremur ömurlegar aðstæður. Á Tahiti málaði hann ástkonur sínar og suðrænt landslag og það er áhugavert hvernig litanotkun hans undirstrikar suðrænt landslag og hita, rauðir, okkurgulir og brúnir tónar afar spennandi.

Tate Modern| Past Exhibitions | Gauguin

Tate Modern| Past Exhibitions | Gauguin

Wednesday, January 5, 2011

Litir litir litir.....MyndMos 2011

Kennsla hefst von bráðar að nýju eftir dýrðlegt jólafrí. Alltaf er ákveðin tilhlökkun að byrja aftur og vorönnin er oft skilvirkari en haustönnin sem vill stundum nýtast illa einhverra hluta vegna. Ég ætla að halda áfram með litapælingarnar en er reyndar með nýjar hugmyndir í farteskinu sem ég hlakka til að prófa á nemendum mínum. Þetta verður nokkuð snörp önn því ég byrja óvenju snemma og ætla að slá saman tveimur tímum þegar við byrjum á nýju efni í seinni hlutanum. Ég er að fara í "rannsóknarleyfi" í aprílmánuði og ætla því að vera búin með námskeiðið þá. Ég keypti ofboðslega fallega bláa liti í Svíþjóð sem ég hef verið að vinna með, kóbalt blár litur frá Rembrandt litafyrirtækinu hollenska og kóbalt frá Winsor&Newton. Ég sá það í Pennanum í fyrradag að litir hafa hækkað töluvert (og myndlistardeildin að sama skapi minnkað!) en ekki dettur mér í hug að fara að spara litina mína. Ég bara get það ekki!! Nemendur sem eru að byrja að mála með olíulitum, kaupa sér liti og lenda oft í því að kaupa köttinn í sekknum þegar þeir koma með ódýra liti sem fást í þar til gerðum öskjum. Það er betra að kaupa sér fáa grunnliti(frumliti) frá góðu litafyrirtæki, td. Winsor &Newton og nota þá til að fá alla liti heldur en að kaupa alla litina á einu bretti í ódýrri tegund. Gulur(td. lemon Yellow), rauður(Alizarin Crimson eða Scarlet red), blár(Ultramarin er nauðsynlegur og Prussian Blue líka) og hvítur(Titian) hafa ótal möguleika í blöndun sem hægt er að leika sér með. Lyktarlaus terpentína, tuska og tveir ódýrir penslar. Voila. Það þarf ekki meira. Bara bretta upp ermar og byrja!

Joan Mitchell verðlaunin

Ég fékk einu sinni rosalega flott verðlaun fyrir verkin mín. Það var árið 2004 og þetta eru bandarísk verðlaun veitt af Joan Mitchell stofnununni í New York og kennd við samnefnda konu sem var bandarískur málari og einn af fyrstu abstract expressionistunum. Þessi verðlaun eru veitt árlega og nefnast Joan Mitchell Painting and Sculpture Award og eru veitt þeim sem þykja framúrskarandi í málun og skúlptúr. Listinn frekar flottur verð ég að segja og ég átta mig eiginlega ekki á því ennþá afhverju ég er á þessum lista því það þarf að mæla með manni og engan veginn hægt að sækja um þetta heldur er þetta eingöngu fyrir útvalda . Það eru um 20 manns sem hljóta þennan heiður árlega og ég er alveg rífandi stolt þegar ég skoða þá sem voru að fá verðlaunin í dag en það var verið að tilkynna verðlaunahafana fyrir þetta ár. Spennandi listamenn þarna á ferð og hægt að setja nöfnin þeirra í google leitarvélina til að fá verkin þeirra upp.
Hér er vefsíðan þeirra


Hér eru vinningshafarnir fyrir 2010:

Samira Abbassy, New York, NY
M. Firelei Báez, New York, NY
Tom Burckhardt, New York, NY
Kaili Chun, Honolulu, HI
Bruce A. Davenport, Jr., New Orleans, LA
Chitra Ganesh, Brooklyn, NY
Michael Hall, San Francisco, CA
Corin Hewitt, Richmond, VA
Vandana Jain, Brooklyn, NY
Noah Landfield, Brooklyn, NY
Darryl Lauster, Arlington, TX
James Luna, Pauma Valley, CA
Walter McConnell, Belmont, NY
Michael C. McMillen, Santa Monica, CA
Jason Middlebrook, Craryville, NY
 Postcommodity*, Tempe, AZ
 Arlene Shechet, New York, NY
 Jeanne Silverthorne, New York, NY
 Travis Somerville, Berkeley, CA
 Tavares Strachan, Mt. Vernon, NY
 Whiting Tennis, Seattle, WA
 Sam Van Aken, Syracuse, NY
 Manuel Vega, Jr., New York, NY
 Stacy Lynn Waddell, Chapel Hill, NC
 Lynne Yamamoto, Northampton, MA