Tuesday, March 26, 2024

Himinbogi / Celestial Arc - Einkasýning hjá Listhúsi Ófeigs 23.3. - 17.4. 2024

Mér finnst mikilvægt að sýna verk mín reglulega og reyni alltaf að hafa eitthvað á prjónunum. Stundum koma sýningar inn með stuttum fyrirvara oft þá samsýningar af einhverju tagi, en stundum er eins og sýning mótist eftir þeim stað sem ég sýni á. Um síðustu helgi opnaði ég sýninguna Himinbogi / Celestial Arc í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Þar sýni ég um 20 málverk unnin með olíulit og vaxi á tréplötur. Það er ekki tilviljun að ég vel þennan tíma fyrir sýninguna í aðdraganda páska. Verkin innihalda flest hálfjarðneskar verur með skírskotun í goðsögulegan heim undir regnboga, einskonar brú milli heima og vísar í ýmsar áttir en gæti allt eins talað inn í samtímann. I try to show my work regularly. Sometimes with long planning and clear idea but at times it seems like the work I'm painting chooses it's venue/gallery for some reason. Last saturday I had an opening of my solo exhibition Celestial Arc, at Listhus Ofeigs, a small Gallery at Skólavörðustígur 5 downtown Reykjavik. I like the challange that comes with choosing a subject matter with the method in painting. In this exhibition it is primarily oil color and coldwax on wood plates. An allusion to a mythical world under the rainbow as a bridge between worlds. It points in various directions but could just as well speak into the present. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum 11-16/The exhibition is open every day from 10-6 pm and on saturdays from 11-4pm.

Sunday, February 25, 2024

Kennsla - Vorönn í Myndlistarskóla Kópavogs 2024

Það er gaman að detta inn í kennslu í Myndlistarskóla Kópavogs þessa vorönn þar sem ég er að leysa Söru Vilbergsdóttur af sem dvelur í góðu yfirlæti á suðrænum slóðum þessi misserin og mundar þar pensil ofl. Hún er vinsæll og farsæll kennari og ég tek sannarlega við góðu búi þar sem sköpunargleði og kraftur hefur fengið að njóta sín. Ég er með þrjá mismunandi hópa, tvo morgunhópa og einn kvöldhóp, alls um 35 manns. Sumir hafa verið lengi að en aðrir að prófa sig áfram og það er áskorun fyrir kennarann að finna rétta tóninn í kennslunni svo allir fái að njóta sín. Meðfram því að hvetja til dáða og leita nýrra leiða við að leysa verkefnin má ekki hefta sköpunargleðina. Í lýsingu um námskeiðin sem eru á vefsíðu skólans segir: Lagt upp með skissubækur, akrílliti, blek, kol og kjark til að gera tilraunir, leita að sinni fjöl og njóta þess að skapa. Leiðsögn í lita- og formfræði ásamt myndbyggingarpælingum er ávallt samtvinnuð vinnuferlinu. Verklag og vinnuaðferðir listafólks skoðuð (myndbönd, bækur).Í skissubókavinnunni er notast við vatnsleysanleg efni (s.s.akrílliti, vatnsliti) ásamt blýöntum, krít og fleiru. Nemendum er síðan í sjálfsvald sett hvort þeir mála með olíu eða akríl á striga/pappír í framhaldinu. Nemendur eru hvattir til að taka með sér skissubók/bækur, eigi þeir slíkar..... Þessi lýsing rímar vel við mitt vinnuferli. Ég segi stundum í sambandi við kennslu að hver kennari er á einhvern hátt að kenna sig. Þegar kemur að t.d. olíumálun er mismunandi hvernig maður blandar litina, hvaða liti notar maður, á hvað er málað og hvernig hvaða áhöld notum við til þess? Það er í sjálfu sér ekkert rétt eða rangt í því samhengi. Reynslan kennir manni auðvitað og svo er líka bara mjög gaman að lesa sér til, prófa sig áfram. Þegar ég dett inn í kennslu finnst mér gefandi að skoða eitt og annað og miðla því áfram og ég ætla að nota þessa blogsíðu til þess. Það er svolítið síðan ég notaði hana, og það eru líka ýmsar upplýsingar hér sem koma að notum, en aðrar ekki.

Wednesday, August 10, 2022

Nýtt blogg/Ný heimasíða - New blogsite/New Website

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég opnaði þessa síðu soffia-malarinn.blogspot.com sem ég kalla Listamannaspjall. Mikið af efninu sem er hér inni tengist kennslu, námskeiðum og málun og vinnustofunni minni að Fornubúðum 8 við höfnina í Hafnarfirði. Þarna eru líka umfjallanir um sýningar og ferðir og myndlist og myndlistamenn og mig sjálfa auðvitað líka. Ég flutti vinnustofuna mína um set og er nú í Auðbrekku 1 Kópavogi í vinnustofum SÍM. Þetta er öðruvísi fyrirkomulag og það er gefandi að vera í samneyti við fleiri listamenn. Til að byrja nýjan kafla ætla ég að hvíla þetta blogg aðeins og hver veit nema ég taki við seinna þar sem frá er horfið. Kannski mun það líka taka á sig annað form. Fylgist endilega með!! Ég er að vinna að nýrri heimasíðu www.soffias.is sem opnar innan tíðar og mun halda úti bloggi þar í tengslum við síðuna.

Frá vorsýningunni og Björtum dögum í Fornubúðum 8, 2021 
Spring open studio days in Fornubúðir 8, 2021

I have started a new blogsite connected to a new website www.soffias.is(still in progress). I moved my studio from Fornubudir 8 in Hafnarfjordur to SIM (Artist associations) in Auðbrekka 1, Kopavogur in a building with other artists. It's a new chapter and I'm trying different ways to show my work and express myself. I might start blogging here again or try other ways. 

Nýir skór/ný vinnustofa 2022
New shoes/New studio 2022

Ný mynd/nýir litir 2022
New painting/new colors 2022Friday, October 9, 2020

Október/October - Inn á við og út í heim/Inside - outsideIndlandssería 2020/ India series 2020
Það er margt gott við það að þurfa að líta inn á við og jafnvel stutt yfir skammt. Þá er ýmislegt sem kemur til manns, eitthvað sem fær mann til að hugsa um tímann og árstíðir, hversu hratt í raun tíminn líður og hvað það er mikilvægt að vera æðrulaus yfir því, þakka fyrir það sem var og er hvað svosem það er og var. 

Sannarlega má þakka fyrir margt og ekki síst því sem listamenn benda okkur á með verkum sínum. Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður lést langt um aldur fram, en verk hans og sýn á tilveruna var eftirtektarverð. "Taktu eftir því sem þú tekur eftir"sagði hann. Yfirlitssýning um verk hans var opnuð í lok ágúst í Listasafni Akureyrar. Hann hefði orðið sextugur 7. nóvember 2020 og það verður málþing þar af því tilefni. Lengi má manninn reyna heitir sýning hans í Listasafni Akureyrar og ég vona sannarlega að maður nái að komast norður heiðar þetta haust til að sjá hana og fara á málþingið eða bara fylgjast með á netinu./ It is necessary to look inside and out to the world. By doing that you realise how time goes fast by but also you can be grateful of all the artists that notice things and tell us about them in various ways. Four different websites from Museums around the world(Akureyri, Reykjavík, MOMA New York)represent different views on art and time and the world and how to deal with it.

Þessi mynd hér að ofan minnir mig á Þuríði Sigurðardóttur vinkonu mína og fádæma góða listamann sem hefur tileinkað sér það í sínum verkum að taka eftir því sem annars fer framhjá okkur. Hún átti nýverið myndir á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum og hér má sjá spjall sýningarstjórans Markúsar Arnar Andréssonar um sýninguna. 


Manni finnst ár og dagar síðan útlönd bar á góma. Þessi mynd er tekin á fallegum degi, vorið 2018 og er af mér og einkasyninum þegar hann ústkrifaðist frá Columbia háskólanum í kvikmyndaleikstjórn. Ég er nú ákaflega fegin að hann og fjölskylda eru flutt heim. Þetta var ógleymanlegur tími, margar ferðir voru farnar að spóka sig, skoða nýjasta nýtt, uppgötva stórborgina. Gott að eiga þessar minningar. En nú um stundir er áhugavert hvað stóru söfnin úti í heimi eru að gera á þessum tímum. Sum eru lokuð af og til, sum hafa verið lokuð en eru nú opin aftur og margar áskoranir sem þarf að takast á við. Ekki bara í starfi safnanna, heldur líka hvað á að fjalla um. Hér er gott dæmi um það hvað söfn geta lagt af mörkum á erfiðum tímum, hvað er það sem skiptir máli og hvernig er hægt að takast á við það þegar menning er nánast þurrkuð út á einum degi MOMA út í heim 

Það er stundum eins og maður láti áhugaverðar sýningar framhjá sér fara og það er alveg undir hælinn lagt hversu góðar upplýsingar eru um þær sýningar þegar þær eru liðnar. Þeir líbönsku listamenn sem áttu verk á þessari sýningu 

BEIRÚT, BEYRUT, BEYROUTH, BEYROUT

sem var í í Listasafn íslands 8.2.-31.3.2019 virka amk. mjög áhugaverðir ef maður flettir þeim upp og les sér til um þá. Það er svo margt hverfult. Nú má amk. ætla að líf þeirra flestra sé varanlega breytt. Eins og sjá má á myndböndum og viðtölum á MOMA vefnum sem ég vísa í hér að ofan, þá er leitað til listamanna og því sem þeir hafa að segja./ I missed this exhibition in Reykjavik last year for some reason. It is not easy to get an overview what is was about from the website and photographs. 

ÁHUGAVERÐIR TÍMAR

Mér finnst mikilvægt að tala um myndlist og segja frá því sem maður sér. Mér finnst líka mikilvægt að miðla því sem ég er að gera, koma því áfram, taka á móti þeim sem vilja skoða verk, miðla þekkingu og kunnáttu í málun með námskeiðum og með því að segja frá mínum verkum, en líka heyra hvað aðrir hafa um sín verk að segja. Nú þegar ekki er hægt að opna upp á gátt og ekki alveg víst hvernig mál þróast er mikilvægt að leita nýrra leiða til að halda uppteknum hætti. Það er vissulega áskorun og það eru þrátt fyrir allt áhugaverðir tímar!! It is necessary to talk about art, about paint and paintings, methods, inspiration other artists. Now it is impossible to have things like they always have been. It is a challenge to keep on going....but like always....interesting!!!!!


Tuesday, July 7, 2020

Dreggjar II /Remains of a stay II - Opnun 15.7. í Borgarbókasafninu Spönginni

Remains of a stay I
Ásta's work in Düsseldorf
She showed textyle and work on paper
Það er alltaf svolítið gaman að sýna á sumrin. Það er eins og manni leyfist meira, tekur sig ekki of hátíðlega. Það verður gaman að rifja upp kynnin við þessi verk sem ég vann í Düsseldorf fyrir rúmu ári síðan. Þau eru á pappír unnin með olíu/egg tempera litum og í mismunandi stærðum. Verk Ástu eru einnig á pappír en líka skúlptúrar og þrívíð verk, sem gaman verður að sjá í þessu skemmtilega rými í Menningarhúsinu í Spönginni(Borgarbókasafnið). Komið endilega á opnun, næsta miðvikudag klukkan 17. Sýningin stendur út ágúst/Welcome to the opening of Dreggjar II/Remains of a Stay II. Look forward to revisit the work I did in Düsseldorf last year at an artist residency.
https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-dreggjar-ii

Yfirlitsmynd frá vinnustofunni sl. vor
Work in progress


Olíu/egg tempera á Steinpapier
Work in progress


Olíu/eggtempera á pappír
Oil/egg tempera on paper
Grausam und Grün I

Tuesday, May 12, 2020

Listin á tímum COVID/Art in Covid times

Þetta hafa verið skrýtnir tímar undanfarna mánuði. Það er óhætt að segja það. Það var því kærkomið þegar samkomubanni var aflétt 4. maí og vinnustofan sett í gang. Ég hef ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði, en þó er einhvernveginn erfitt að finna kraftinn, einhver ládeyða yfir öllu og maður hefur svona verið í öðru. Apríl og maí eru yfirleitt bestu mánuðurnir, mikið um að vera, Bjartir dagar, Sjómannadagurinn, námskeiðslota, skipulag sumarsins ofl. 
Alltaf gott að taka til í litunum sínum.
Always a good start to put the colours in order
It's been difficult to find joy working on paintings as usual. Normally this is the best time of the year at the studio with events, people visiting, painting courses and more. That said, I have been working, painting, planning etc. It felt great on May 4th when first steps towards freedom in Iceland were taken. Still we need to be very cautious, wash our hands, use sanitizer, and keep 2 meter distance from other people. 
Boðið upp á sprittun við innganginn/
Please use the sanitizer before entering

Opið á vinnustofunni - Velkomin
My studio is open - Welcome
Það er notalegt að finna fyrir stuðningi og heimsóknum, sölu verka og fyrirspurnum. Endilega látið sjá ykkur. Alltaf opið þegar appelsínugula settið er komið út, alltaf hægt að mæla sér mót, hringja á undan sér í s:8987425 eða senda mér skilaboð á https://www.facebook.com/soffiasart/

It is really uplifting to have people dropping by at the studio again, purchasing some work or just looking at it making plans of future paintings etc.
Thursday, February 6, 2020

Yfirlýst tilvera - Gallerí Fold 1.-15.2.2020


Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020

Einkasýning mín "Yfirlýst tilvera"opnaði í Gallerí Fold um síðustu helgi. Það var margt um manninn og gaman að hitta mann og annan og sérstaklega fannst mér gaman að hitta fólk sem á mynd/myndir eftir mig og kveðst hafa fylgst með mér lengi, semsagt listunnendur./My Solo Exhibition "Overexposed opened in Fold Gallery last Saturday. A really nice opening, great crowd.  
Yfirlýst tilvera III/Overexposed III 2020
Olía og vax á tréplötu/Oil and coldwax on wood
 Verkin á sýningunni eru flest kláruð í upphafi árs, þó ég hafi verið að vinna þau allt undanfarið ár. Mig langaði að tefla saman stillu og óróleika og það sést vel á þessum myndum. / Most of the work was finished this year.
Á sjöunda degi/The seventh day 2020
Olía á tré/Oil on Wood

Í hallargarðinum sunnan megin/In the garden, south
 2020
Olía á tré/Oil on Wood 

Ég er búin að halda fjölmargar sýningar í Gallerí Fold, en fyrsta einkasýningin mín þar var árið 1996 og ég hef ekki tölu á hversu margar sýningar ég hef haldið eða tekið þátt í þar síðan. / I have had numerous solo shows at Fold Gallery since 1996 and participated in many exhibitions and events.
Gamli garður/Old garden 2020
Olía á striga/Oil on Canvas

Úr sýningarskrá : Flestir þekkja þá tilfinningu sem fylgir því að njóta útsýnis í náttúrunni eða horfa á landslag sem fer hjá út um bílglugga á ferð. Því fylgir ró, við virðum heiminn fyrir okkur af æðruleysi. Í seinni tíð er eins og þessi ró og æðruleysi hafi riðlast svolítið. Ólga í veðri magnar og ýkir liti náttúru og himins og framkallar birtuskil sem virka stundum eins og yfirlýst ljósmynd. Á sama tíma berast nýjar upplýsingar um framvindu og breytingar í náttúrunni sem ýta undir smæð mannsins í tilverunni.
 
Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020
Að sama skapi duga ekki lengur grænir og bláir litir og penslar víkja fyrir stórum spöðum til að tjá innri veruleika ferðalangsins. Krafan á manneskjuna í samtímanum er að láta sig hluti varða og gefa yfirlýsingu um tilgang og markmið með breytni sinni. Í íslensku landslagsmálverki gæti því nú um stundir birst sálarlíf málara eða jafnvel þjóðar. Eða hvað? Er ekki gott í sjálfu sér að staldra við, njóta útsýnis um stund í fegurð, litum og algleymi?


SAFNANÓTT SÝNINGARSPJALL OG GRAFÍKSMIÐJA
Grafíklitir og valsar
Á morgun föstudag er Safnanótt og að venju er fjölbreytt prógram Í Gallerí Fold. Ég verð með sýningarspjall og grafíksmiðju þar sem gestum býðst að þrykkja með neonlitum. /I will be having an artist talk at the exhibition on Museum Night/Winterfestival on friday and Printmaking Workshop as well. 
Sýningarspjall í Fornubúðum
A typical Artist talk at the Studio


-->

Thursday, January 23, 2020

Nýtt ár 2020 - Námskeiðin

Vinnustofa Soffíu/Fornubúðir 8
22. janúar 2020

Hér kemur yfirlit yfir námskeiðin í febrúar 2020. Athugið að það eru ýmsar upplýsingar hér á síðunni sem eru gagnlegar og myndir af námskeiðum ofl. 

Sjá einnig á https://www.facebook.com/soffiasart/ Skráning á námskeiðin er hafin og hægt að hringja í s:8987425, senda skilaboð á messenger eða senda tölvupóst á soffias@vortex.is. Svo má auðvitað alltaf kíkja við hjá mér á vinnustofunni.
Vinnugleði 

Litagleði

Staður mér kær  

Námskeið I 17.-20.febrúarMánudagur til fimmtudagsMorguntímar10-13 

Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. Gott að koma með vinnuskyrtu eða svuntu  

Fyrirkomulag

17.2. Mánudagur 10-13 Stutt kynning á viðfangsefni yfir kaffisopa, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir, komum okkur fyrir í sal. Grunnum striga.
18.2. Þriðjudagur 10-13 Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Notum olíuliti  seinni part dags.
19.2. Miðvikudagur 10-13 Málum með olíulitum
20.2. Fimmtudagur 10-15 Málum af gleði og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

15 tímar
Mikið innifalið

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

Verð: 35.000 (*hægt að skipta greiðslu).
 
Litir litir

Námskeið III
22. og 23. febrúar
Laugardagur/Sunnudagur
  
Hraðskissur/Flæði
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Hressandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að temja sér hröð vinnubrögð og ná miklum árangri á stuttum tíma. Unnið með olíuliti og akrílliti með spaða, palettuhníf og tusku á pappír, pappaspjöld og strigaspjöld, Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en ætlast til að þátttakendur komi með annað skv. efnislista.

Fyrirkomulag
22.2. Laugardagur 11-15
- Stutt kynning á viðfangsefninu
- Farið yfir ýmsar gerðir af pappír og hvað ber að hafa í huga fyrir mismunandi aðferðir og ef á að mála á hann með olíulitum.
- Farið sérstaklega í myndbyggingu.
- Skoðum Coldwax og önnur íblöndunarefni í olíu og akríl sem henta þessari aðferð.
- Grunnum pappír og spjöld.

22.2. Sunnudagur 12-15
Málum af gleði, prófum ýmsar aðferðir sem lagðar voru inn, vinnum nokkrar seríur mynda með mismunandi áherslum og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

7 tímar
Mikið innifalið

Gefandi námskeið í akríl og olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er nýstárlegt, persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur og getur orðið uppspretta nýrra verka og leiða. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem vilja ná tengslum við listamanninn í sér og gleyma sér í litaflæði.

Verð 30.000

Íblöndunarefnin

Bækur um listamenn og annar fróðleikur

  
Námskeið IV
13. febrúar
Fimmtudagur
kl. 16-20

Íblöndunarefnin

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi.  Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi og áhersla á að sýna verk, skoða bækur og listamenn sem nýta sér íblöndunarefnin.

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu eða vilja bara sækja sér innblástur. Það er líka góður undirbúningur að öðrum námskeiðum, sérstaklega Námskeið III og IV sem henta lengra komnum eða þeim sem hafa verið að mála.

4 klst.
Kaffi, te og létt hressing innifalin.
Verð: 15.000APRÍL
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð á vinnustofunni í apríl frá 7.4. - 19.4. og verða auglýst betur þegar nær dregur.

Námskeið I verður í apríl (14.-17.4.) þriðjudagur-föstudags(morguntímar) 
Námskeið II Sólarkoma (17. 18. og 19. 4.) Helgarnámskeið NÝTT
Námskeið III verður í apríl (dagsetning auglýst síðar)

Námskeið IV - Íblöndunarefnin verður einnig haldið í apríl (Þriðjudagur 7.4. kl. 16-20)