Monday, October 21, 2019

Október - undarlegt sumar og framhald




Það er svolítið notalegt þegar haustið hellist yfir. Þá skapast tími og rými til að byrja á einhverju nýju eða halda áfram með það sem er í bígerð. Sumarið var óvenjulegt því ég lenti í veikindum í lok júní, fékk sýkingu við nýra sem beinlínis lagði mig flata og ég gat ekki unnið eða sinnt því sem ég er vön og þurfti að reiða mig á þá sem standa mér næst við alla hluti. Þetta var "lesson in life" því ég er alltaf alveg fílhraust og víla ekki fyrir mér að ákveða og gera það sem þarf að gera en við þessar aðstæður gat ég ekki gert neitt, hvað þá farið á vinnustofuna, unnið eða planað. /Fall is always nice. Then there is time to start something new or keep on doing the stuff you were doing. This summer was very different for me, I got serious kidney infection in the end of June and couldn't work or do anything for a long time and had to rely on my family and friends. It was a lesson in life, usually I am healthy and can do anything I care to do but not being able to do the usual housework, go to the studio or plan or PAINT was difficult.
Það léttir tilveruna að vera með þessa ungu stúlku í kringum sig.
Melkorka Úa Erlendsdóttir með ömmu í sveitinni.
Life is just perfect with little Melkorka Úa.
Sem betur fer er ég búin að fá heilsuna og orkuna mína að mestu til baka, en þarf þó að fara vel með mig, passa vel upp á hvíld, mat og drykk og að gera ekki of mikið í einu. Maður er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir fólkið sitt, en veltir því líka fyrir sér hvernig maður nýtir sér þessa reynslu eða réttara sagt, mun þessi reynsla breyta mér á einhvern hátt?/ I have thankfully recovered and my energy is coming back, but I am careful, one day at a time and eternally greatful for the wonderful people around me. At the same time I wonder how or if this experience will change the way I work. Only time will tell. 
Listamessa Torg 2019
Torg Art Fair 2019
Það var hressandi að taka þátt í Torg listamessu á Korpúlfsstöðum í 4.-6. október. Maður hitti svo marga sem maður þekkti, en líka marga sem þekktu mig(en ég ekki þá :) ). Auk þess var svo góður andi á staðnum og ég var heppin að vera á góðum stað.

AðstoðarMaðurinn eini sanni / The assistant par excellance
It was great to participate in Torg Art fair that SIM organized 4.-6th of October in Korpúlfsstaðir. A lot of people I knew(also very many I didn't know)stopped at my booth to talk.

Góð vinkona tók þessa mynd af mér.
Það er mikil vinna að standa vaktina heila helgi og gott að geta tyllt sér
Nice photograph of my booth(and me).
It's a lot of work to hang and plan your booth...but worth it.
Það er magnað eftir svona langt hlé frá vinnustofunni að byrja á nýrri seríu af myndum. Taka fram myndirnar sem ég var byrjuð á snemma í vor og halda áfram með þær. Grunna nýjar plötur....finna nýtt landslag. Hlakka til að halda áfram, finn kraftinn í vinnunni og held að það sé eitthvað spennandi í bígerð. / It is great to start working at the studio again. Priming old and new paintings, figuring out new landscape. Can't wait to keep on working!!!

Restar/Remains 2019
#workinprogress




  





Saturday, September 28, 2019

Torg Listamessa 4.-6. október - Bás H-16


Um næstu helgi tek ég þátt í Torg listamessu sem SÍM stendur fyrir á hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Stór hópur myndlistarmanna verður þarna með verk sín til sýnis og sölu og er tilhlökkunarefni að sjá breitt úrval myndlistar saman komið á einum stað og auðvitað listamennina sjálfa sem verða á staðnum. Þetta er í annað skipti sem messa af þessu tagi er haldin hér á landi en SÍM hélt Torg í fyrsta skipti í fyrra á Korpúlfsstöðum og viðtökur voru framar vonum. Þetta fyrirkomulag er þekkt erlendis og hef ég tekið þátt í nokkrum slíkum messum og fundist það skemmtilegt. Þetta er mikilvægur vettvangur og áhugavert að þarna er hægt að festa kaup á verkum milliliðalaust og spjalla líka við listamennina sjálfa.  Ég verð með bás H-16 kíktu við. / I will be participating in SIM's Torg Art Fair in Korpúlfsstaðir, Reykjavik 4.-6th of October. It is the first(started last year) and only art fair in Reykjavik and I look forward to it. More than 70 artists will be present there. My boot is H-16 so please stop by and visit.


Hér er hlekkur á viðburðinn en ég auglýsi þetta betur sjálf þegar líður á vikuna/Here is a link to the event:

Wednesday, May 29, 2019

Düsseldorf - Listamannadvöl/Artist in Residence

Ég er búin að dvelja í Düsseldorf undanfarnar vikur í svokallaðri "Listamannadvöl". Þetta er skiptiprógram á vegum SÍM og Verein der Düsseldorfer Künstler og byggir á gagnkvæmum skiptum, tveir íslenskir listamenn dvelja í maí í Düsseldorf og tveir þýskir dvelja á Íslandi í ágúst. 
Sumargrænir litir og gróðursæla
Summergreen colors and growth

Gægst inn um gluggann/tímabundin vinnustofa
Look inside/Temporary studio
I've been in Düsseldorf for the past weeks at an artist residency. It is organized by SIM and Verein der Düsseldorfer Künstler and we are two icelandic artists that stay here in May and in return two german artists will stay in Iceland in August.
Heima/vinnustofa
My Atelier
Það er margt sem maður áorkar þegar maður kúplar sig frá daglegri rútínu og fer í sjálfskipaða listræna einangrun/útrás. Düsseldorf er stórborg í listrænu tilliti, með mögnuð listasöfn og kröftuga listasenu með fjölbreyttum listamönnum og stórum nöfnum. Á sama tíma er allt innan seilingar og stutt í allar áttir, hægt að labba, hjóla eða taka strætó.
Gott að byrja með hreint borð/Nóg af öllu tagi
Fresh start/A trip to Boesner
Vinnuborðið/ný nálgun og tilraunir
Working table/new things and experiments
Düsseldorf is a perfect place to explore art and it is grand in a way that it has fabulous museums, a vibrant kultural szene and nature within reach, easy to walk, bike or take the tram to all places within half an hour.
Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21
Í vinnustofudvöl sem þessari hefur maður tækifæri til að endurnærast og endurraða því sem skiptir máli, skoða það sem maður hefur verið að gera, velta því fyrir sér hvað mann langar að gera næst og leyfa sér að verða fyrir áhrifum. Skoða listamenn, skoða hugmyndir, skoða aðferðir, skoða allt það sem kemur upp í hendurnar á manni.
Verk í vinnslu/handgerð egg tempera, olíulitur, á gráan pappír
Work in progress/handmade egg tempera, oilcolor on grey multimedia paper

Tilbúið landslag/Synthetic landscape
Eggtempera og blýjantur á Steinpapier/
Eggtempera and pencil on Steinpaper
Given the time and place you have to rearrange your process, look at what you have been doing, where you want to go with your art next, discover new techniques and allow yourself to get influenced bythe things that come to you.
SittArt Gallerí/vinnustofur listamanna byggt af listamönnum 1904
SittArt Gallery/Was built 1904 by artists
Það sem mér finnst einkar inspirerandi hér er þróttmikill kraftur listamanna, gallería og stofnana. Í þessari byggingu eru um 30 vinnustofur listamanna, skrifstofa sambandsins og gallerí. Mjög falleg bygging sem byggð var 1904 af listamönnum(með stuðningi auðvitað)og er í eigu þeirra enn í dag. Hér opnum við Ásta V. Guðmundsdóttir sýninguna Dreggjar/Remains of a Stay á laugardaginn 1. júní kl. 17-20 og sunnudaginn 2. júní er opið frá 14-17 þar sem við verðum með svolítið "gespräch" um "künstlerischen Austausch"milli Íslands og Þýskalands. /It is inspiring to feel the infrastructure and art/institution collaboration in the art scene here. This building was raised 1904 by artists and has 30 artist studios, an office and an Art Gallery, SittArt. We will be showing "Remains of a stay" there on the 1&2nd of June. We also be talking about artist collaboration between Iceland/Germany
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
Ásta creative clothes, Hönnuður og listasprengja 
Það á vel við hér að sýna afrakstur dvalarinnar og efna til samtals um listasamstarf/samvinnu. Báðar erum við Ásta starfandi listamenn á breiðum grunni, sýnum verk okkar og tökum þátt í ýmsum sýningum, viðburðum og gjörningum(Ásta þó meira en ég) og stöndum fyrir námskeiðum og fleiru á vinnustofum okkar. /It is really relevant to show our work after this meaningful stay and start a conversation about artist collaboration. We are both artists that work in different areas both artisticly and geographicly by ourselves or in collaboration with other artists and our art societies.
Soffía Sæmundsdóttir
Málarinn við höfnina, Myndlistarkona og litasprengja 
Ekkert jafnast þó alveg á við vinnustofuna mína við höfnina í Hafnarfirði sem mun taka vel á móti mér og það verður gaman að koma til baka með ferskan blæ, halda áfram með verkin sem eru í vinnslu þar eða byrja á einhverju grandíósó!!! /Of course I look forward to come home to my studio and keep on working on those paintings that are there. Bring the fresh energy and perhaps start something GRAND!!!!
 
Sjómannadagurinn er á sunnudaginn! Opið 13-17! Fjölskyldan stendur vaktina á vinnustofunni og mikið um að vera við höfnina sjipp og hoj! 

Friday, May 3, 2019

Print day in May/Þrykkdagurinn mikli

GRAFÍK/PRINTMAKING
PRINT DAY IN MAY/ÞRYKKDAGURINN MIKLI

Grafíkpressa/litir/pappír/plata/tarlatan
A press/colors/paper/plate/tarlatan
Það er eitthvað magnað við það að í dag, laugardaginn 4. maí er fólk að þrykkja myndir á sama tíma út um víða veröld. Ég ætla að taka þátt og er búin að setja upp grafíkverkstæði á vinnustofunni og hlakka til að byrja í fyrramálið. 
Grafíklitir, valsar, spaðar til að blanda liti
Print colors, roller, palette knife
There is something really magnificent when people around the globe gather in their studios or at home or who knows where!!!?? to make a print. I have put up  the printmaking studio in Fornubúðir and will be making one today from 11am-2pm.

FYLGSTU MEÐ/CHECK THIS OUT: https://printdayinmay.com/

Meira á morgun!!!!!!!!!
More to come!!!!!!!!!!!

Friday, April 19, 2019

Apríl - ýmislegt/April Various things


VINNUSTOFAN/MY STUDIO

Ýmis verkefni stór og smá eru framundan. Á vinnustofunni er undirbúningur fyrir Bjarta daga í hámarki og að þessu sinni er það örsýningin "Sunnan vindur baby" sem opnar á Sumardaginn fyrsta 25.4. kl. 14-17 og viðburðurinn Gakktu í bæinn 26.4. kl. 18-21 þar sem listamenn í Hafnarfirði bjóða á vinnustofur sínar./Open studio days coming up. Selection of work with warm colors and the studio will be filled with plants. Culture in focus in Hafnarfjörður in April.
Sunnan vindur baby/Work in progress
Vinnustofan verður með suðrænum anda þessa daga, plöntur og verk valin saman á veggjum sem höfða til suðrænna slóða, en gefa jafnframt til kynna nýjan veruleika og hugsanaferli með hnattrænni hlýnun jarðar. Manni beinlínis hlýnar því um hjartarætur á viðburðinum “Gakktu í bæinn” föstudaginn 26. apríl kl.18-21. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 20 tökum við lagið og syngjum nokkra suðræna slagara. Sýningin stendur einungis þessa daga en opið verður eins og venjulega eftir samkomulagi á vinnustofunni.
Sunnan vindur baby/Work in progress
NÁMSKEIÐ/PAINTING COURSES
Mars var námskeiðsmánuður á vinnustofunni. Það er alltaf gaman að taka á móti nýjum og áhugasaömum málurum og breyta vinnustofunni. Það er frábært að vera með allt innan handar , bækur, efni og áhöld og svo fara þátttakendur heim með eitthvað nýtt undir hendinni eða í kollinum. Námskeið 4 - Íblöndunarefnin sem er bara eitt skipti og í fyrirlestra- og sýnikennsluformi er greinilega að hitta í mark og nýtist þeim sem hafa verið að mála og eru með einhverja þekkingu.  Ég ætla að vera með það aftur 7. maí nk. og um að gera að skrá sig strax, síðast komust færri að en vildu. Ég auglýsi námskeiðin á facebook síðu minni: hér /
Several Oil Painting courses were at my studio in March and next one coming up on May 7th. from 4-8pm.
Íblöndunarefnin/Some oil material for the Art course

Íblöndunarefnin/Some acrylic material for the Art course
VINNUSTOFUDVÖL Í DÜSSELDORF Í MAÍ/
ARTIST RESIDENCY IN GERMANY IN MAY
Af og til þarf að fríska upp á listatilveruna og ég er svo heppin að vera að fara til Düsseldorf í maí í skiptiprógrammi sem SÍM er að byrja með í samstarfi við Verein der Düsseldorfer Künstler. 2 íslenskir listamenn munu dvelja þar og 2 þýskir listamenn koma til Íslands í ágúst. Ég hef reynslu af því að svona dvalir skila sér margfalt til baka, ótruflaður tími til að hugsa og skoða og skissa./Artist residency in Düsseldorf Germany coming up in May. An exchange program with SIM where two icelandic artists stay in May and two german artists in Iceland in August. From my experience a stay like that gives you time to focus and explore new art paths. 
Ísland/Apríl
SÝNINGAR/EXHIBITIONS 
 Það er kominn tími til að sýna Wish you were here póstkortaprojektið á Íslandi. Fyrir ári síðan vorum við Heike Liss í Chile, nú er það Mjólkurbúðin, Akureyri 3.-11. ágúst nk. Alltaf bætist við kortin og það verður gaman að sýna fyrir norðan. Sjá: https://www.wishyouwerehereproject.com/
Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?

Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?





Monday, February 18, 2019

Námskeið á vinnustofunni mars 2019/Painting courses March 2019

Þá er ég loks búin að skipuleggja vorið hjá mér og setja niður námskeiðin fram að páskum. Þetta er alltaf svolítið pússl því ég tek þátt í Björtum dögum sem eru oft í kringum Sumardaginn fyrsta og ég þarf að hafa tíma til skipuleggja það líka. /Painting courses at the studio in March. Let me know if you are interested, I will send some translation in english :) 
Mér finnst gott að láta byrja með skæra akrílliti og hafa gaman.

Svo fara verkin að taka á sig mynd....


En hér kemur þetta í belg og biðu, ég set þetta líka inn á facebook síðu vinnustofunnar sem viðburð, en skráning fer fram á soffiasaemundsdottir@gmail.com, í s:8987425 eða beint í gegnum fb síðuna. Það þarf að greiða staðfestingargjald(15.000) við skráningu og ef þið viljið taka fleiri en eitt námskeið þá er veittur afsláttur. 


*Athugið að hægt að hægt er að fá námskeiðsstyrk hjá stéttarfélögum. 

-->

Námskeið I

7. 9.&10. mars
fim, lau, sun

Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

Fyrirkomulag

7.3. Fimmtudagur 17-19 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir.
9.3. Laugardagur 10-17  Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Notum olíuliti  seinni part dags.
10.3. Sunnudagur 11-17 Málum af gleði og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

15 tímar
Mikið innifalið

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

Verð: 35.000 (*hægt að skipta greiðslu).




Námskeið II
 14, 16, 17. mars
fim, lau, sun

Allt grænkar../Fjöll og dalir

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

Fyrirkomulag

14.3. Fimmtudagur 17-19 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir.
16.3. Laugardagur 10-17  Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Notum olíuliti  seinni part dags.
17.3. Sunnudagur 11-17 Málum af gleði og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

15 tímar
Mikið innifalið

 Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

Verð: 35.000 (*hægt að skipta greiðslu).






Námskeið III
12. og 13. mars

Hraðskissur/Flæði
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Hressandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að temja sér hröð vinnubrögð og ná miklum árangri á stuttum tíma. Unnið með olíuliti og akrílliti með spaða, palettuhníf og tusku á pappír, pappaspjöld og strigaspjöld, Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en ætlast til að þátttakendur komi með annað skv. efnislista.

Fyrirkomulag

12.3. Þriðjudagur 17-20
- Stutt kynning á viðfangsefninu
- Farið yfir ýmsar gerðir af pappír og hvað ber að hafa í huga fyrir mismunandi aðferðir og ef á að mála á hann með olíulitum.
- Farið sérstaklega í myndbyggingu.
- Skoðum Coldwax og önnur íblöndunarefni í olíu og akríl sem henta þessari aðferð.
- Grunnum pappír og spjöld.

13.3. Miðvikudagur 16-20
Málum af gleði, prófum ýmsar aðferðir sem lagðar voru inn, vinnum nokkrar seríur mynda með mismunandi áherslum og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

7 tímar
Mikið innifalið

 Gefandi námskeið í akríl og olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er nýstárlegt, persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur og getur orðið uppspretta nýrra verka og leiða. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem vilja ná tengslum við listamanninn í sér og gleyma sér í litaflæði.

Verð 30.000
Olíulitir á pappír

Litir og litir og litir :) 

Íblöndunarefni.....



Námskeið IV
20. mars
kl. 16-20

Íblöndunarefnin

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi.  Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi og áhersla á að sýna verk, skoða bækur og listamenn sem nýta sér íblöndunarefnin.

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu eða vilja bara sækja sér innblástur.

4 klst.
Kaffi, te og létt hressing innifalin.
Verð: 15.000



Námskeið V
22.-24. mars

Frjáls málun

Námskeið sem hentar þeim sem hafa verið á námskeiðum áður og langar að hressa sig við, vinna að því sem er í pípunum eða bara byrja á einhverju nýju í “vernduðu umhverfi”. Byrjum á “Innblástursflæði” á föstudegi og skoðum bækur með listamönnum sem hafa áhrif á okkur eða við horfum til. Komum okkur fyrir í salnum og gerum klárt.

Helgar”workshop” laugardag og sunnudag frá 10-18 með hádegishléi. Í lokin yfirferð með spjalli þar sem spáð er í framhald.

Þáttakendur hafa frjálsar hendur með val á viðfangsefni og mæta með það sem þeir vilja vinna með. Innifalið er ómælt kaffi, blávatn, lyktarlaus terpentína, einhverjir litir og grunnar, hreinsiefni og tuskur.

Tími og fyrirkomulag nánar þegar skráningu er lokið.
Verð: 35.000