Friday, September 14, 2012

Nokkrar Nocturnur

James Whistler vann mikið með nóttina eins og ég hef minnst á áður og hann kallaði myndir sínar Nocturne og bætti síðan litunum aftan við. Hann sagðist kalla þær því nefni til að draga úr áhrifum þess hvar myndirnar voru málaðar, en þær voru flestar málaðar af Thames ánni að kvöld/næturlagi. Nocturne gefur líka til kynna tónlist og Chopin samdi margar fallegar sem má til dæmis hlýða á hér: NOCTURNE CHOPIN
Nocturne blue and silver

Nocturne

Nocturne

Monday, September 10, 2012

Nokkrir flottir málarar....

Chris Brown(1951) - Dark Winter 1991
Er búin að vera að skoða málara sem vinna á einhvern hátt með nóttina/kvöldið, stemminguna sem er á nóttinni og hvernig hægt er að ná fram kyrrð og ró í myndum. Mér finnst margir málarar í San Francisco hafa þessa stemmingu á valdi sínu. Þessir þrír hér eru allir frá því svæði...

Elmar Bishof (1916-1991)


Elmar Bishof

Elmar Bishof
Mér finnst Olivera alltaf ótrúlega naskur að komast upp með að gera lítið en þó svo mikið. Einhver kraftur sem einkennir myndirnar hans, eins og innbyggð stilla.

Nathan Olivera 1928-2010

Nathan Olivera

Nathan Olivera

Nathan Olivera
Tónlist tengist líka í mínum huga nóttinni. Jass kannski.....og þá helst þessi hérna....:Tord Gustavsen - Where breathing starts