Monday, January 20, 2014

Málverk


Nú fer kennslan að hefjast hjá mér og gott að skoða bækur, bloggsíður og myndbönd til að koma sér af stað. Hvað það er sem hrífur mann akkúrat núna og hvert leitar hugurinn? Á bókasafninu í Hafnarfirði í dag voru óvenju margar góðar listaverkabækur inni sem ég hef ekki skoðað áður og alltaf gaman að enduruppgötva þá sem maður kannski var búinn að leggja til hliðar fyrir löngu. Eftir sem áður sakna ég bóka um þessa stóru mögnuðu málara sem voru upp á sitt besta á 6. og 7unda áratugnum svo sem Robert Rauschenberg sem var snillingur í ýmsum efnum og grunnum og Jasper Johns sömuleiðis sem m.a. hafði áhrif á þennan málara: Brice Marden(1938) er með flotta sýn á málverkið og sterkt myndmál sem hann er alltaf að þróa. Það er gaman að sjá hvað hann notar fjölbreytt tól til að mála með og hvað þau skapa mikla dýpt í verkum hans.