Friday, October 9, 2020

Október/October - Inn á við og út í heim/Inside - outside



Indlandssería 2020/ India series 2020
Það er margt gott við það að þurfa að líta inn á við og jafnvel stutt yfir skammt. Þá er ýmislegt sem kemur til manns, eitthvað sem fær mann til að hugsa um tímann og árstíðir, hversu hratt í raun tíminn líður og hvað það er mikilvægt að vera æðrulaus yfir því, þakka fyrir það sem var og er hvað svosem það er og var. 

Sannarlega má þakka fyrir margt og ekki síst því sem listamenn benda okkur á með verkum sínum. Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður lést langt um aldur fram, en verk hans og sýn á tilveruna var eftirtektarverð. "Taktu eftir því sem þú tekur eftir"sagði hann. Yfirlitssýning um verk hans var opnuð í lok ágúst í Listasafni Akureyrar. Hann hefði orðið sextugur 7. nóvember 2020 og það verður málþing þar af því tilefni. Lengi má manninn reyna heitir sýning hans í Listasafni Akureyrar og ég vona sannarlega að maður nái að komast norður heiðar þetta haust til að sjá hana og fara á málþingið eða bara fylgjast með á netinu./ It is necessary to look inside and out to the world. By doing that you realise how time goes fast by but also you can be grateful of all the artists that notice things and tell us about them in various ways. Four different websites from Museums around the world(Akureyri, Reykjavík, MOMA New York)represent different views on art and time and the world and how to deal with it.

Þessi mynd hér að ofan minnir mig á Þuríði Sigurðardóttur vinkonu mína og fádæma góða listamann sem hefur tileinkað sér það í sínum verkum að taka eftir því sem annars fer framhjá okkur. Hún átti nýverið myndir á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum og hér má sjá spjall sýningarstjórans Markúsar Arnar Andréssonar um sýninguna. 


Manni finnst ár og dagar síðan útlönd bar á góma. Þessi mynd er tekin á fallegum degi, vorið 2018 og er af mér og einkasyninum þegar hann ústkrifaðist frá Columbia háskólanum í kvikmyndaleikstjórn. Ég er nú ákaflega fegin að hann og fjölskylda eru flutt heim. Þetta var ógleymanlegur tími, margar ferðir voru farnar að spóka sig, skoða nýjasta nýtt, uppgötva stórborgina. Gott að eiga þessar minningar. En nú um stundir er áhugavert hvað stóru söfnin úti í heimi eru að gera á þessum tímum. Sum eru lokuð af og til, sum hafa verið lokuð en eru nú opin aftur og margar áskoranir sem þarf að takast á við. Ekki bara í starfi safnanna, heldur líka hvað á að fjalla um. Hér er gott dæmi um það hvað söfn geta lagt af mörkum á erfiðum tímum, hvað er það sem skiptir máli og hvernig er hægt að takast á við það þegar menning er nánast þurrkuð út á einum degi MOMA út í heim 

Það er stundum eins og maður láti áhugaverðar sýningar framhjá sér fara og það er alveg undir hælinn lagt hversu góðar upplýsingar eru um þær sýningar þegar þær eru liðnar. Þeir líbönsku listamenn sem áttu verk á þessari sýningu 

BEIRÚT, BEYRUT, BEYROUTH, BEYROUT

sem var í í Listasafn íslands 8.2.-31.3.2019 virka amk. mjög áhugaverðir ef maður flettir þeim upp og les sér til um þá. Það er svo margt hverfult. Nú má amk. ætla að líf þeirra flestra sé varanlega breytt. Eins og sjá má á myndböndum og viðtölum á MOMA vefnum sem ég vísa í hér að ofan, þá er leitað til listamanna og því sem þeir hafa að segja./ I missed this exhibition in Reykjavik last year for some reason. It is not easy to get an overview what is was about from the website and photographs. 

ÁHUGAVERÐIR TÍMAR

Mér finnst mikilvægt að tala um myndlist og segja frá því sem maður sér. Mér finnst líka mikilvægt að miðla því sem ég er að gera, koma því áfram, taka á móti þeim sem vilja skoða verk, miðla þekkingu og kunnáttu í málun með námskeiðum og með því að segja frá mínum verkum, en líka heyra hvað aðrir hafa um sín verk að segja. Nú þegar ekki er hægt að opna upp á gátt og ekki alveg víst hvernig mál þróast er mikilvægt að leita nýrra leiða til að halda uppteknum hætti. Það er vissulega áskorun og það eru þrátt fyrir allt áhugaverðir tímar!! It is necessary to talk about art, about paint and paintings, methods, inspiration other artists. Now it is impossible to have things like they always have been. It is a challenge to keep on going....but like always....interesting!!!!!


No comments:

Post a Comment