Monday, January 24, 2011

Impressionistarnir

Claude Monet "Impression, soleil levant" 1872
Heystakkar, Claude Monet, 1890-1891
Stundum er fínt að taka fram gamla kunningja og skoða þá betur, manni hættir stundum til að vanmeta stór nöfn því maður er búinn að sjá myndirnar þeirra svo oft. Einn af þessum málurum er Monet(1840-1926). Hann var einn helsti upphafsmaður impressionismans en svo nefndist hreyfing listamanna sem var uppi á árunum 1870-1880. Verk þeirra einkenndust af litanotkuninni sem var frjálslegri en áður hafði tíðkast, teikningunni sem var lausbeisluð í and Eugéne Delacroix auk þess sem þeir fóru með striga sína út í náttúruna og til að ná betur fram áhrifum ljóssins. Pensilstrokurnar voru fremur stuttar og litirnir ýmist beint úr túbunum eða blandaðir á palettunni áður en þeir voru"settir" hlið við hlið en ekki dregið úr þeim eins og áður hafði tíðkast og þetta er sérstaklega einkennandi í verkum Monet. Á þessum tíma var líka ljósmyndin að öðlast vinsældir og þetta hafði áhrif á verk málaranna á þann hátt að þeir leituðust við að skjalfesta áhrif augnabliksins bæði í landslagi og í daglegu lífi. Á þessum tíma var líka sóst eftir áhrifum frá fjarlægum slóðum, og japönsk grafík sem var flutt inn á þessum tíma hafði einnig sterk áhrif með sérstakri myndbyggingu og litanotkun.
Edgar Degas,  L'Absinthe, 1876
 

No comments:

Post a Comment