Whitney Museum í New York
kíktu á það hér... er strax orðið uppáhaldssafnið mitt. Ég fór þangað með strætó númer M4 frá 110 stræti og það var ótrúlega gaman að sitja í strætónum og horfa á mannlífið ofan frá. Ég krækti fyrir Central Park og eftir Museum Mile eða Fifth Avenue og það kom mér á óvart hvað ég sá mörg söfn þarna. Þau bíða betri tíma, kannski næstu heimsóknar.
Á Whitney Museum fannst mér rýmin ekki yfirþyrmandi, hver hæð nokkuð viðráðanleg og hægt að fara upp með stórri lyftu eða labba upp(eða niður) stigana sem voru með dökkum flísum en upplýstir og ekki fullir af fólki. Ég byrjaði efst uppi og sá strax heilt herbergi með verkum eftir Brice Marden sem ég hef ótrúlegt dálæti á. Þar voru stór málverk með frjálsum hringjum sem hann er þekktur fyrir og málar með sprekum og hefur ótrúlegt vald á fletinum. En þar sá ég líka myndir frá honum sem ég hef ekki séð áður, "graphyte" teikningar margunnar með vaxi og blýjanti.
Þarna sá ég stór málverk eftir "vinkonur mínar" sem tilheyrðu Abstract Expressionistunum, Grace Hartigan sem kenndi í Maryland Institute og vildi endilega fá mig á sínum tíma og Helen Frankenthaler með risastórt málverk sem hún hafði unnið á ógrunnaðan striga með fáum litum, en sem hver var sterkur og stóð fyrir sínu. Þar sem striginn var ógrunnaður hafði línolían "blætt" meðfram flötunum, en þannig vildi hún einmitt hafa það, hrátt og einfalt.
Í öðru herbergi verk Jasper Johns "map series" þar sem han skeytir saman stöfum, litum, vaxi, landamærum, blýjanti og í grennd við það verk R. Rauschenbergs og Cy Twombly. Þessir þrír meistarar í áferðum og hvítum lit, hvort sem er á ógrunnuðum striga eða margunnum hvítum með fleiri fleiri umferðum. Á næstu hæð fyrir neðan var lítil sérsýning með verkum Hoppers og nokkurra samtímaljósmyndara og var gaman að bera þau verk saman.
|
Ein af myndunum á sýningunni |
Ég dregst alltaf svolítið að raunsæismálurum. Ekki afþví ég mála endilega raunsætt, heldur afþví það er svo áhugavert að spá í hvernig listamenn útfæra liti og form í því sem við þekkjum. Eins og td. í þessari mynd hér að ofan, verk eftir Edward Hopper(1882-1967) það heillar mig óendanlega hvernig hann notar bláa litinn í himninum og húsunum og gula og græna tóna í trjánum og í gluggunum og rauði liturinn í strompinum og þakinu og örlítið inni í húsinu. Svo finnst mér alltaf merkilegt hvað manneskjurnar sem hann málar eru eitthvað fjarlægar og utan við sig en líka einhver mannleg stúdía í þeim sem er áhugaverð. Sjálfur vildi hann láta myndirnar taa sínu máli og ekki segja of mikið um þær. Svo sem eins og í ljósmynd eftir Philip Lorca di Cordia(1951-)frá Connecticut sem var einn af sýnendunum. Hér má lesa svolítið
um hann..
|
Ljósmynd eftir Philip Lorca di Cordia |
Það sem kom mér á óvart við að skoða myndir Hoppers í nálægð var það hversu öruggur málari hann var og verkin vel útfærð. Þó kom það mér mest á óvart hvernig litirnir á striganum eru misþykkir og misglansandi. Hann hefur örugglega blandað þá sjálfur í stórar dollur og ekki alltaf rifið þá nægilega svo stundum er hreinlega bara línolía með smá lit og sést í beran strigann og gljáinn mismikill. Áhugavert.
|
Eitt verka Jeff Koons. |
Stór retrospektive sýning(Yfirlitssýning) með verkum Jeff Koons(1951-)í öðrum sölum safnsins kom á óvart. Sem segir manni það hversu áhugavert það er að sjá yfirlitssýningar og hversu miklar upplýsingar fást um viðkomandi listamann þegar allur ferill hans er skoðaður. Þá "meikar allt sens" sem hann gerir og sum verk fá meiri dýpt en áður. Hvað sem manni finnst um hann sem manneskju og listamann getur maður ekki annað en dáðst að dirfskunni og hrifist með. Það er þó erfitt að átta sig á því hvort honum er alvara eða bara ríkur og vitlaus. Maður mun aldrei vita það alveg, en hann var td. giftur klámleikkonunni og ítölsku þingkonunni Cicciolinu í 5 ár og risamyndir af þeim "prýða" salina í Whitney. Verk hans seljast á metfjárhæðir og hann hefur sannarlega "meikað það".