Wednesday, November 3, 2010

UMBROT - SÝNING


Málverk máluð á tré og striga og tréristur þrykktar á gagnsæjan pappír og límdar saman.  Á óvissutímum eru sæfarendur og kærleiksríkir ljósberar uppteknir af voninni sem svífur yfir vötnum við mikil umbrot allt um kring. Ljósgjafinn heldur ljósinu stöðugu en óvíst er hversu lengi það má ganga enn.

Hluti af myndinni Landbrot
Það er alltaf svolítið skemmtilegt að sýna á óhefðbundnum stöðum, þ.e. ekki í galleríi eða á safni heldur einhversstaðar þar sem fólk kemur, kannski ekki beinlínis til að skoða myndlist en hún verður óhjákvæmilega hluti af einhverri upplifun. Á föstudaginn opna ég á veitingastað sem sérhæfir sig í sjávarfangi og það hefur áhrif á það sem maður vill setja upp á svoleiðis stað. Ég kalla sýninguna Umbrot og vísa þar í ýmsar hræringar, eins og eitthvað sem er yfirvofandi. Þessir kappar eru þó kokhraustir og vissir í sinni sök. Þeir bera með sér vonina eða kannski leita þeir að henni með þessum skrýtnu sjónaukum.....

1 comment:

  1. Allir velkomnir á opnun á föstudaginn milli 17 og 19. Gallerí Fiskur er við Nethyl 2 sem er á horninu móts við Árbæjarsafnið. Þarna er líka dýrindis fiskbúð við hliðina.

    ReplyDelete