Wednesday, November 17, 2010

Íslensk grafík í Stokkhólmi

Nýverið opnaði sýning með verkum 13 íslenskra grafíklistamanna hjá Grafiska sellskapet í Stokkhólmi. Þetta er boðssýning á vegum sænska grafíkfélagsins og er haldin í tilefni af 100 ára afmæli þess og er hluti af margvíslegum hátíðahöldum af því tilefni en öllum grafíkfélögum Norðurlanda var boðið að sýna hjá þeim. Undirrituð situr í sýningarnefnd ÍG og hélt utan um sýninguna fyrir hönd íslenskrar grafíkur en sýnendur þóttu gefa góðan þverskurð af því sem er efst á baugi í faginu á Íslandi.

Hér er hlekkur á sýninguna http://www.grafiskasallskapet.se

No comments:

Post a Comment