Wednesday, November 17, 2010

Sænskir málarar og grafíkerar

Verk eftir Mamma Anderson 
Ég var nýverið í Stokkhólmi og skoðaði m.a. Modern Museum þar sem var stór sýning með sænskri samtímalist af ýmsu tagi, ég skoðaði einnig stóra grafík sýningu en þar mátti bæði sjá verk eftir félaga úr sænska grafíkfélaginu(sem hefur um 400 félagsmenn)en einnig eftir þá sem vinna ekki endilega bara í grafík heldur sóttu um að vera tekin inn á sýninguna með grafíkverk. Þetta var stór sýning með fjölmörgum verkum en mér fannst áhugavert hvað viðfangsefnin voru fjölbreytt. Það kom mér í raun á óvart hvað sænsk samtímalist er framsækin. Auðvitað þekki ég td. verk MammaAndersen eins og sjá má hér að ofan en margir samtíma listamenn eru að vinna með málverkið sem miðil á framsækinn hátt. Mér finnst einhver kraftur og spenna í málverkinu, bæði eru verkin oft mjög stór, kannski 2,50 x 3,0 metrar og viðfangsefnið nútímalegt og í takt við samtímann.


Þessi listamaður Mikael Kihlman vinnur td. þessar borgarmyndir í ætingar og vinnur með ljósið og skapar einhverja magnaða stemmingu. Myndirnar verða svo tímalausar.
Málverk Jens Fanges voru ekki mjög stór en litrík og einkennileg með gljáandi áferð. 
Viktor Rohsdahl var með nokkur stór mjög dökk málverk unnin með tússi og málningu á striga og gler. Þetta eru mjög áhrifamikil og kraftmikil verk með sterka vísun í hefðina en líka mikil ögrun í því hvernig hann vinnur með efnið því hann teiknar nostursamlega á strigann en veigrar sér svo ekki við að hella málningu yfir hluta af því og halda svo áfram. Með því næst mikil dýpt í myndirnar og teikningin verður mikilvægur þáttur. 

Þetta er ekki málverk heldur útstilling í búðarglugga. Hluti af því að ferðast til stórborga er að skoða í búðir og búðarglugga. Þetta er sérbúð með ýmsum böndum, skáböndum, gömlum böndum, borðum, dúskum ofl. Hefði getað eytt drjúgum tíma þarna......

No comments:

Post a Comment