|
Edwin Church |
|
Vincent Van Gogh |
|
C.D.Friedrich |
Það virðist vaxandi stemming fyrir jólaljósum. Var á Selfossi í dag og þar er bara búið að skreyta heilmikið og setja upp ljós úti og inni. Það var þoka og hrímuð jörð og tunglið vakti yfir okkur á leiðinni austur í gær og til baka í dag. Það eru margir sem velta fyrir sér hvaða litir eru í tunglinu? Er það hvítt eða gult? Hvað er hinumegin við tunglið? Býr karl i tunglinu? Hér eru nokkur verk eftir þekkta málara sem unnu með tunglið og þá mögnuðu birtu sem fylgir því. Samt finnst mér engin þeirra ná í raun þessari mögnuðu stemmingu sem fylgir fullu tungli....að vetri til.
|
C.D. Friedrich(1774-1840)
|
No comments:
Post a Comment