Thursday, November 4, 2010

Litafræði - Hluti III


Susan Rothenberg er kraftmikil með einfalt mynefni en litakraftur einkennir þær.
Joan Mitchell ein af fáum konum sem tilheyrðu abstract expressionistunum.

Hundertwasser hannaði allt mögulegt....málaði líka.
Hans Hoffmann var mikilhæfur kennari.
Gerhard Richter. Með næstum fullkomna tækni.
Emil Nolde. Alltaf svo gefandi litanotkun.
Cecily Brown ótrúleg reiða í óreiðunni. Nær því með markvissri litanotkuninni.
Mamma Andersen er náttúrulega ótrúleg eitthvað svo nútímalega gamaldags í sínum litum en lika hvað hún málar þunnt.
Monet var nú með litina á hreinu en líka myndefnið sem hann valdi sér.
Í kvöld er síðasti tíminn hjá mér  í Litafræði til gagns og ánægju hjá Endurmenntun Háskólans. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg reynsla og gaman að tala um það sem manni þykir skemmtilegt að tala um og læra í leiðinni heilmikið sjálf um efnið. í kvöld mun ég sýna notkun lita í málverkum, listum, hönnun umhverfi og jafnvel kvikmyndum.
Josef Albers var upptekinn af virkni lita


No comments:

Post a Comment