Sunday, November 18, 2018

Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti - Einkasýning/Soloshow 4.-28.11.2018

Ég opnaði sýninguna "Sögumálverk /Samferðamenn" í Hannesarholti 4. nóvember sl. og hún stendur til 28. nóvember nk. Það hefur verið svoldið skemmtilegt að sýna þar verk sem ég hef unnið að í tilefni af fullveldisafmælinu allt þetta ár en . Samhengið í þessu fallega húsi sem er eins og inni á heimili fyrirmanns/samferðarmanns gefur myndunum öðruvísi skírskotun finnst mér þó það megi auðvitað hver og einn lesa það út sem hæfir. /A small solo exhibition at Hannesarholt http://www.hannesarholt.is/ with paintings and smallwork, clay sculptures of Travelling Companions.

Tjaldið fellur I
Olía á tré
30x30

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt

Yfirlitsmynd/Hannesarholt
Overview Hannesarholt
Samferðamaður bíður....ó
Smáverk/leir á plötu
Companion waits.... - Smallwork/Clay
Myndirnar eru ekki stórar, og "Samferðamenn" af ýmsu tagi vísa í fortíð og framtíð eins og segir í sýningarskrá: Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo? / Companions/travellers wear many hats, they wear some kind of costume, are they icelandic, danish, french? Historic figures carrying a contract, a walking stick, a map or what else do they need for the next 100 years? 
 
Samferðamaður með stíl...
Smáverk/leir á plötu
Companion has style.... - Smallwork/Clay
Tjaldið fellur II
Olía á tré
30x30
Ég hélt sýningarspjall 11. nóvember og fékk systur mínar Signýju og Þóru Fríðu til að ljá hátíðarbrag á tilefnið með örtónleikum í sal neðri hæðar. / Artist talk with extra "pfiff" with my sisters that had a short concert in the concert room downstairs. A pleasure.
Systrastund í Hannesarholti 11.11.2018. Þóra Fríða, Soffía, Signý.
Á myndina vantar náttúrulega Katrínu systur okkar sem átti ekki heimangengt.

Signý fær fólk til að taka vel undir í "Litlu flugunni"/
Singing together some iclendic favorite songs.
Þóra Fríða spilar undir/My sister Þóra Fríða plays the piano

Sýningin stendur til 28. nóvember og er rétt að hvetja fólk til að líta við í þessu sjarmerandi húsi. Sýningin er sölusýning og enn hægt að festa kaup á einhverjum verkum og hafa samband við mig beint á soffias@vortex.is. Þá má alveg mæla með einstaklega góðum og fallega fram bornum veitingum auk ótal viðburða í sal neðri hæðar dag hvern. /The exhibition is open until November 28th. Hannesarholt has also great coffee and food and unique athmosphere plus concerts and other events every day.




Október - Mánuður myndlistar - Í mörg horn að líta.....


Október ár hvert er mánuður myndlistar https://www.manudurmyndlistar.is/. Að undirlagi SÍM sem eru samtök myndlistarmanna á Íslandi https://sim.is/ eru skipulagðir viðburðir, opnar vinnustofur, heimsóknir í skóla og ýmislegt annað sem myndlistarmenn sjálfir brydda upp á. Ég var með ýmis verk í gangi þann mánuðinn og fjölbreytnin er í fyrirrúmi, ýmis verkefni í deiglunni sem vert er að segja frá hér./October is the month of visual arts in Iceland. I participate every year and welcome visitors to my studio where I have several projects in progress. 

Opið á vinnustofunni alla daga./Open studio - Artist@work
Ég auglýsti opna vinnustofu á facebook síðu vinnutofunnar sem ég kalla líka stundum Málarinn við höfnina og tók á móti gestum. Vinnustofan er hjarta og lungu listamannsins í listrænu samhengi og hjá mér er alltaf opið eftir samkomulagi eða þegar ég er komin á staðinn. Ef þú ert ekki þegar vinur minn á síðunni þá er lag núna: https://www.facebook.com/soffiasart/ . /Open studio days in October. Look at my facebook profile or Instagram: https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/

Á vinnustofunni eru nokkur verkefni sem hafa átt hug minn allan/A few projects in progress @ the studio:
Mér var boðin þátttaka í norrænu verkefni og þurfti að gera bók í stærðinni A6 í 11 eintökum. Þetta var óhemju skemmtilegt og sannarlega eitthvað sem ég væri til í að gera meira af. http://www.codexfoundation.org/ er tileinkuð handgerðum bókum og margir snillingarnir þar. Þetta norræna verkefni verður hluti af því og hér má sjá um það: https://www.facebook.com/VingaardsOfficin/ /Some great printmaking projects that I am participating in and finished this month. I was invited to take part in this nordic book project that will be on Codex in San Francisco next year. 

Bókin Landslag með texta, myndum, handþrykkt,
brotin eftir kúnstarinnar reglum/
Artist book Song of land handprinted, handwritten texts, folded.
Landslag Upplag - Edition 1/10 - 11/11


Hér má sjá allar bækurnar komnar til Danmerkur.
Mikil vinna að koma þessu öllu heim og saman trúi ég!!
All the artist books in one place. A lot of work to put this together.


Hreyfanlegt landslag - ...landslag sem ég fer um á degi hverjum/
Movable landscape - ....the landscape I go through every day

Þeir sem þekkja til pappírsverka minna vita að ég á mér svolítið annan myndheim en þennan sem flestir þekkja. Um þau verk segir Ragna Sigurðardóttir: 
Myndverk Soffíu kalla fram síbreytilegt umhverfi þar sem hraunið teiknar upp sjónarrönd. Yfir og allt um kring fjúka himinn og haf saman í vatnsflaumi og minna á að náttúran er ekki bara staður, heldur líka stund. Málarinn nálgast umhverfi sitt á markvissan máta og niðurstaðan er ekki mæld í vísindalegum einingum heldur í hvössum línum og mjúkum strokum, hughrifum og birtubrigðum.
Af sýningunni "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjaness 2016/17
Exhibition "Above and below the horizon" Reykjanes Art Museum 2017
Ég hef allt þetta ár unnið að stóru verki sem ég hlakka mikið til að koma upp. Þetta verk er einskonar landslagsstúdía, unnið með kínversku bleki og blýjanti á pappírsrúllu sem er alls 10 metrar á lengd en verkið sjálft er um 1 x 5 metrar á breidd. Verkið sem verður í fjölnota sal bæjarstjórnar í ráðhúsi Garðabæjar er unnið með rýmið í huga og gert ráð fyrir því í allri hönnun og uppsetningu. Nú er uppsetning þess á lokastigi, verkið er til og verður væntanlega kynnt fyrir bæjarbúum og öðrum í fyllingu tímans. Það er nýtt fyrir mig að vinna verk í samvinnu margra aðila með þessum hætti og það er sannarlega ánægjulegt og kærkomið. Hlakka til að fá viðbrögð þeirra sem sjá það, en innangengt verður í þennan fjölnota sal inn af Garðatorgi sem er vaxandi svæði með frábæru hönnunarsafni http://www.honnunarsafn.is/. /I can't wait to launch the "Movable landscape"piece that I have been working on this year. It is a scroll, with ink and pencil on japanese paper roll. It will be installed at Gardabaer Town Hall( it is now up!!!More to come!!!!)