Sunday, September 12, 2010

Hugmyndasmiðjan...

Ég er alltaf eitthvað að spá. 

Kannski smá klikk...
Fæ stórar og miklar hugmyndir og skrifa þær niður, 
teikna og hanna og skoða og langar og ætla...

En vakna svo næsta morgun
eða kannski bara eftir smástund!

hugsa
æi
þetta var kannski ekkert svo sniðugt.

En núna.
Sit ég á fimmtudögum með fólki sem er eins og ég.
Það er með hugmynd og langar að gera eitthvað við hana.

Ekkert er ómögulegt.
Allt er hægt.

Mín hugmynd er kannski ekkert svo frábær
ekkert svo frumleg
ekkert svo sérstök...

en hún er mín!

...og mér er sagt að það sé allt í lagi að:
láta mína persónu skína í gegn
allt í lagi að segja frá öllu
allt í lagi að gefa allt besta stöffið
en ekki að hringja í fjölmiðla á föstudögum.

Málarinn við höfnina
lifandi vinnustofa

2 comments: