Friday, August 27, 2010

Endurmenntun Háskólans - Litafræði

Þetta er litahringur Goethes. Hann velti mikið fyrir sér áhrifum ljóss og skugga á  liti

Þetta er litahringur Ittens en hann velti mikið fyrir sér  samspili lita. Hann setti frumlitina 3, gulan rauðan og bláan í miðjuna, annars stigs litina appelsínugulan, grænan og fjólubláan sem blandast úr frumlitunum þar fyrir utan og loks þriðja stigs litina sem voru blandaðir úr frumlit og annars stigs lit yst. 
.
Ég mun einnig kenna stutt námskeið hjá Endurmenntunarstofnun sem nefnist Litafræði til gagns og ánægju en þar verður stiklað á stóru um fræði lita og virkni, farið í sögu þeirra og þróun,  áhrif þeirra og tákn og er ótrúlega spennandi að setja þessa fyrirlestra saman. Fyrir mig er það óvanalegt að byggja kennsluna eingöngu upp á fyrirlestrum þó ég muni sýna einhver dæmi um litablöndun . Saga litanna er mögnuð þróun menningar og er gaman að lesa um hvernig nýjar uppgötvanir lita og landvinningar kónga skila sér í menningu og listum gegnum aldirnar og hvernig táknfræði lita er mismunandi eftir tíma, menningu og heimshlutum, Litahringurinn er svo í raun afar merkilegt fyrirbæri sem gaman er að velta fyrir sér og hann getur líka verið ótrúlega mikilvægt hjálpartæki þegar kemur að því að raða litum saman. Það er heilmikil heimspeki tengd virkni lita og þó ég fari ekki svo ítarlega í það á námskeiðinu er samt ætla ég að reyna að stikla þar á stóru. Aðalatriðið er að þátttakendur fari út með brennandi áhuga á litum og séu einhvers vísari.  Hér er hlekkur á námskeiðslýsinguna. Þetta námskeið hefst 21. október og er þrjú fimmtudagskvöld í röð.

No comments:

Post a Comment