Friday, August 27, 2010

Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Haust 2010


Það er stundum gaman að gleyma sér....

Þarna er verið að vinna með vax.

Ég mun kenna í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar á þriðjudagskvöldum framhaldshópi í málun. Ég hef kennt þar undanfarin 5 ár og haft gaman af. Á síðustu önn var unnið með drauma og hvernig maður skapar draumkennda áferð og kynnti ég vax sem íblöndunarefni í olíulit. Á þessari önn verða litirnir teknir föstum tökum undir yfirskriftinni  " Litafræði fyrir lengra komna". Stutt verkefni og löng munu hverfast um liti og þann persónulega litahring sem hver og einn mun vinna samkvæmt minni forskrift. Vanalega er ég með frekar lausbeislað form en að þessu sinni ætla ég að vera með ákveðin verkefni og hlakka til að sjá nemendur mína takast á við þau. Hér er heimasíða skólans. Innritun hefst innan skamms. 
Frá vorsýningu skólans 2010. Veggur með nokkrum verkum nemenda minna.





3 comments:

  1. Ég veit ekki hvað verður um commentin mín hérna, hef póstað þau nokkrum sinnum en....
    Hlakka til að bretta upp ermar og hitta alla á þriðjudaginn, fylgist alltaf með hérna.

    Kv. Helga Sig.

    ReplyDelete
  2. Ahhhh... nú skil ég, það þarf að preview commentin þá skila þau sér, hef alltaf farið beint í post comment og þá virðast þau "gufa upp"

    Kv. Helga Sig.

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir þetta Helga, ég athuga hvað verður um þau!! Kannski þarf ég eitthvað að breyta stillingum.

    ReplyDelete