Töfrandi umhverfi |
Í maí sl. stóð ég fyrir námskeiði í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Þetta var 5 daga námskeið þar sem mætt var með striga og liti og málað í ró og næði, öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar og matur og gisting innifalin. Umhverfið var skissað og skoðað og unnið með það eins og hver og einn vildi. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna óháð tíma á ákveðnum stað og þó einhverjir hefðu viljað koma heim með margar myndir til að sýna þá er alveg öruggt að það sem eftir situr í huganum mun skila sér með tíð og tíma. Langar sumarnætur sitja eftir í minningunni og ekki ólíklegt að þangað verði einhverntímann farið aftur.
No comments:
Post a Comment