Friday, August 27, 2010

Litafræði

Gamall ryðgaður tankur, flott litasamsetning
Í grænum greniskóg, sjáið öll mörgu litabrigðin og hvernig birtan breytir græna litnum.
Gólfmotta á Síldarminjasafninu. Eru þetta sömu litir og í gamla tanknum. Hvert skyldi hönnuðurinn hafa sótt innblásturinn
Það er óhætt að segja að haustið verði fullt af litum. Ég ligg þessa dagana yfir bókum og ýmsum gögnum um liti og litafræði og velti því látlaust fyrir mér hvernig ég geti talað um liti og virkni þeirra án þess að gera þá óspennandi og fæla áheyrendur frá öllu því skemmtilega, dularfulla og leyndardómsfulla sem fylgir þeim. Sjálf hafði ég mestu ímugust á litafræði í skóla en eitthvað gerðist þegar ég fór kom inn í kennslu í Tækniskólanum sl. vetur þar sem verið var að kenna litafræði Ittens og ég fór að endurskoða ýmislegt sem ég hefði áður verið búin að loka á. Svona er maður alltaf að læra eitthvað nýtt.

No comments:

Post a Comment