Tuesday, May 11, 2010

Hung Liu - Alltaf að

Ég fékk póst frá Hung Liu kennaranum mínum í gær. Hún vildi vita hvernig við hefðum það á Íslandi og hvort hér væri allt í kaldakoli. Hún sendi mér líka hlekk á nýjustu sýninguna sína og það er alltaf jafn gaman að sjá hvað hún er að fást við. Heiti sýningarinnar er "Drawing from life and death" og er í Rena Branstein galleríinu í San Francisco sem er mjög flott. Að þessu sinni skoðaði ég líka myndböndin sem eru á síðunni og þar komu fram spennandi myndir sem hún vann árið 2007 þegar hún notaði bíómynd sem var framleidd 1949 sem innblástur á mjög áhrifaríkan hátt. Hún er einnig farin að vinna mjög stórar myndir og get ekki annað en dáðst að kraftinum http://www.renabranstengallery.com/liu.html.

No comments:

Post a Comment