|
....lífsins ólgusjór.... |
Á morgun byrjar kennsla í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Ég hlakka mikið til og sé að ég hef verið með hugann við það í sumar að undibúa mig þegar ég skoða myndirnar sem ég hef tekið á myndavélina mína. Ég ætla að fjalla um liti og litafræði og hef því leitað eftir spennandi myndefni og myndum sem undirstrika það. Ég fór td. á nokkrar sýningar og þar tók ég myndir af myndum sem mér fannst sýna vel hvernig litir virka í samspili við aðra liti. Svo hef ég myndavélina alltaf í vasanum og tek myndir eftir hendinni. Ljósmyndir eru góðar til að skrásetja það sem maður er að hugsa og á tímum "digital" myndavéla þá er hægur vandi að taka nóg af myndum því maður bara eyðir þeim sem eru ekki áhugaverðar. Það er líka hægt að prenta myndirnar út sjálfur við tiltölulega lítinn tilkostnað.
No comments:
Post a Comment