Monday, September 27, 2010

Dagur myndlistar - Vinnustofa Soffíu - Málarinn við höfnina

Bjartir dagar 2010 - Huggulegt hjá Málaranum við höfnina - Vinnustofa Soffíu Sæm.
Frá Björtum dögum 2010 - Sýningin Sögur -  Trúbadorinn Guðrún Hólmgeirsdóttir
Frá Björtum dögum 2009 - Sýningin Blikandi haf og sjómannalög í flutningi Signýjar  Bergþórs og Reynis
Allt á fullu...
Á laugardaginn 2. október er dagur myndlistar haldinn. Þá opna myndlistarmenn og konur vinnustofur sínar og bjóða fólki að koma. Hér koma nokkrar svipmyndir af vinnustofunni. Ég ætla að auglýsa sérstaklega dagskrána sem ég verð með en það verður ýmislegt brallað á laugardaginn....alltaf eitthvað um að vera hjá málarnum....
Í salnum niðri - Teikningar, málverk...


Tilbúin sýning 2009 ...eftir að senda út

Monday, September 20, 2010

Kennslan hefst

....lífsins ólgusjór....
Á morgun byrjar kennsla í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Ég hlakka mikið til og sé að ég hef verið með hugann við það í sumar að undibúa mig þegar ég skoða myndirnar sem ég hef tekið á myndavélina mína. Ég ætla að fjalla um liti og litafræði og hef því leitað eftir spennandi myndefni og myndum sem undirstrika það. Ég fór td. á nokkrar sýningar og þar tók ég myndir af myndum sem mér fannst sýna vel hvernig litir virka í samspili við aðra liti. Svo hef ég myndavélina alltaf í vasanum og tek myndir eftir hendinni. Ljósmyndir eru góðar til að skrásetja það sem maður er að hugsa og á tímum "digital" myndavéla þá er hægur vandi að taka nóg af myndum því maður bara eyðir þeim sem eru ekki áhugaverðar. Það er líka hægt að prenta myndirnar út sjálfur við tiltölulega lítinn tilkostnað.

Sunday, September 19, 2010

Ljóta húfan.....halló halló, er einhver að fylgjast með?

Ég er búin að vera með þess síðu í dálítinn tíma og hef líklega fengið um það bil 10 comment á það sem ég er að gera, einhverjir hafa sagt við mig að þeir hafi séð síðuna og aðrir hafa tjáð sig við mig en ég sakna þess að fá ekki meiri viðbrögð. Svo nú bið ég þig lesandi góður að setja eitthvað gáfulegt í comment...þó ekki væri annað en .....jaá ....ég les þetta stundum...eða asnaleg húfa....

Monday, September 13, 2010

heitt/kalt




Fjalladrottning móðir mín...


Mynd úr Maríuseríunni frá 2002. 

ljós/skuggi



Ég er með hugann við andstæður þessa dagana. Kannski afþví ég er að skoða og skrá allt sem ég finn um liti og þá dettur manni þetta í hug. Ég er eiginlega með hugann við himnaríki og helvíti.



Sunday, September 12, 2010

Hugmyndasmiðjan...

Ég er alltaf eitthvað að spá. 

Kannski smá klikk...
Fæ stórar og miklar hugmyndir og skrifa þær niður, 
teikna og hanna og skoða og langar og ætla...

En vakna svo næsta morgun
eða kannski bara eftir smástund!

hugsa
æi
þetta var kannski ekkert svo sniðugt.

En núna.
Sit ég á fimmtudögum með fólki sem er eins og ég.
Það er með hugmynd og langar að gera eitthvað við hana.

Ekkert er ómögulegt.
Allt er hægt.

Mín hugmynd er kannski ekkert svo frábær
ekkert svo frumleg
ekkert svo sérstök...

en hún er mín!

...og mér er sagt að það sé allt í lagi að:
láta mína persónu skína í gegn
allt í lagi að segja frá öllu
allt í lagi að gefa allt besta stöffið
en ekki að hringja í fjölmiðla á föstudögum.

Málarinn við höfnina
lifandi vinnustofa