Friday, November 27, 2015

Skapandi óvissa


 Á þessum tíma, þegar snjóar úti, notaleg tónlist fyllir húsið og kveikt er á kertum verða oft til góðar myndir. Serían "Annars staðar / Elsewhere" (2015)varð til á nokkrum nóttum á vinnustofunni og mér þykir ákaflega vænt um þessi litlu verk á pappír sem urðu til áreynslulaust og mér finnst það skila sér. Nú þegar búið er að ramma verkin inn og setja þau upp í sýningarsal(Studio Stafn)innan um fleiri góð innan seilingar er ekki úr vegi að kíkja á þessar myndir. Svoldið gaman að þessu, langar mest að halda áfram...


Annars staðar/elsewhere - Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014

Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014
 En hér er texti úr sýningarskránni:

Skapandi óvissa

Það er langur vegur frá auðu blaði eða ógrunnaðri tréplötu að fullsköpuðu málverki. Smám saman fyllir maður upp í tómið, finnur sína leið, sitt landslag, sinn stað.

Í pappírsmyndunum teygi ég mig eftir alls kyns litum, lakki og bleki. Finnst spennandi að sjá undirlagið breyta til dæmis hvítum lit í grænbláan himin. Blekið liggur ofan á og það er eins og lína þess lifni við þar sem hún eltir og bætir við myndina sem ég hef límt inn á.

Tréplatan kemur sterk inn og leggur til landslag og óravíddir, óumbeðin. Það felst áskorun í að hylja æðar viðarins sem vilja á stundum fara í allar áttir. Með hverju lagi af terpentínuþynntum olíulitnum sem ég smá þykki, minnkar vægi þeirra. Bæti loks vaxi í litinn svo hann verður óræður og dregur fram lögin sem eru undir; skarlatrauð, túrkísblá, magenta-bleik.

Kvisturinn fyrir miðri mynd lætur ekki að sér hæða, fyrr en varir er ég búin að sjá fyrir mér og teikna út frá honum hatt og þar fyrir neðan treyju, buxur og sokka. Í hvaða átt snýr þessi mannvera? Hvert horfir hún? Pússa annars hugar kantana á plötunni með sandpappír, fylli upp í allar glufur og sprungur með vaxi og lit. Læt marga daga og vikur líða þar til ég kem við myndina næst.
Held svo áfram …


S.S. 2015

Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014


Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014



Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014


Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014 - Annars staðar...


Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014

Úr vinnuferli sem hófst 2. desember 2014

No comments:

Post a Comment