Friday, November 2, 2012

Dvöl í Þýskalandi - Hitt og þetta


Ég dvel í Lukas Künstlerhauswww.kuenstlerhaus-lukas.de sem er í Aahrenshoop í Norður Þýskalandi allan nóvember mánuð ásamt 5 öðrum listamönnum. Við upphaf og í lok dvalar verð ég í Berlín svo óhætt er að segja að ég fái nokkuð góðan skammt af þýskri menningu, stefnu og straumum um þessar mundir. Berlín er auðvitað vagga nútímalistar og margir listamenn dvelja þar í lengri og skemmri tíma úr öllum listgreinum en það getur þó verið nokkuð flókið að kortleggja allt sem mann langar að sjá og skoða þegar tíminn er knappur og auðvitað verður maður bara að velja eitthvað. Fyrsta daginn fór ég í Gemäldegallerie sem hefur að geyma næstum öll uppáhaldsmálverkin mín. Upplifunin er amk. mjög sterk þegar maður stendur fyrir framan verk eftir Rembrant og sér snilldina, getur skoðað hverja pensilstroku, hvernig hann byggir upp litinn og hvernig hann nær þessar dýpt í myndirnar. Aðra listamenn uppgötvar maður og þarna sá ég td. gríðarlega flottar myndir eftir Hans Holbein sem höfðu sterk áhrif á mig.
Næsta dag ákvað ég að skoða Hamburger Bahnhof sem er helgað nútímalist og sá þar myndir eftir Cy Twombly, Andy Warhole, Anselm Kiefer ofl. Það kom mér á óvart hvað myndirnar voru gríðarstórar, næstum verksmiðjuframleiddar fannst mér og svolítil vonbrigði að þær hefðu þá ekki sterkari áhrif á mig.
Verk eftir Martin Honert
Stór sérsýning með málverkum, skúlptúrum, innsetningu ofl. eftir Martin Honert(fæddur 1953) var skemmtileg og hressandi. Hann vinnur með barnæsku sína á mjög einfaldan og tilgerðarlausan máta og þarna voru td. styttur af gömlu kennurunum hans, landslagsmálverk þar sem fígúrur(leikfangafígúrur) koma út úr myndinni og hugafluginu engin takmörk sett. Hann vinnur verk sín sjálfur frá grunni sem mér finnst gefa þeim gildi og einstaklega vel að verki staðið og manni sýnist hann hafa verið trúr sjálfum sér frá upphafi.  
Auðvitað fór ég svo í bókabúðina sem var með ótal bækur á tilboði frá 10 evrum og upp úr. Ég reyndi eins og ég gat að standast freistingarnar en fór út með eina bók um teikningar og málverk hinnar austurrísku Mariu Lassing(1919-). Hef svo verið að skoða hana á netinu og hugmyndaflugi hennar eru engin takmörk sett. Hún vinnur með líkamann/konuna/form á mjög svo persónulegan máta og sjálfsmyndir hennar eru mjög flottar. Hún var fyrsti kvenprófessorinn við austurrísku akademíuna, er enn að og hefur mjög fríska sýn á listina og málverk. Ég vissi ekki að hún hefur einnig gert video sem eru sannarlega í hennar anda. Hér eru eitt þeirra:Kantata um líf Mariu Lassing og hér er skemmtilegt Viðtal við Mariu Lassing.
Mér finnst áhugavert hvernig hún leyfir myndum sínum að vera svolítið hráar og teflir saman ólíkum hlutum. Eftir sem áður er það litanotkunin sem dregur mann að myndunum og mér finnst Jossef Albers sem var mikill litaspekúlant koma þessari hugsun fallega frá sér, hvernig litur er eins og innri hreyfing formanna. Ég veit ekki hvort ég legg í að snara þessu yfir á íslensku svo vel fari.....en það má alltaf setja þetta í þýðngarforrit í Google.
Wenn ich male
sehe und denke ich zunächst – Farbe
Und zumeist Farbe als Bewegung
Nicht als Begleitung
von Form, die seitwärts bewegt,
nur seitwärts verbleibt
Sondern als Farbe in dauernder innerer Bewegung
Nicht nur in Interaktion und Interdependenz
mit Nachbarfarben,
verbunden wie unverbunden
Sondern in Aggression – zum wie vom Beschauer
in direktem frontalen Uns-Anschauen
Und näher betrachtet,
als ein Atem und Pulsieren – in der Farbe

Josef Albers

No comments:

Post a Comment