Thursday, March 22, 2012

Uglur og Kiki Smith

Ég var að skoða á vefnum hvort ég finndi einhver spennandi málverk með uglum. Það hafa sést uglur á Íslandi undanfarin misseri, ugla er listamönnum hugleikin, en Kiki Smith er ein af mínum uppáhalds listamönnum. Hún vinnur á svolítið skemmtilegum nótum, myndir hennar eru frekar ævintýralegar en líka dálítið óhuggulegar, þær eru þarna á mörkunum. Hún vinnur í grafík, teikningar og skúlptúr og hefur lag á að koma manni á óvart. 
Kiki Smith - Samsettur pappír, teikning 

Kiki Smith - Dúkrista

Kiki Smith - Æting á svartan pappír

Kiki Smith - Æting

Tilda Lovell

Ég sá verk þessarar listakonu á sýningunni "Drawings" í Gallerí Lars Bohman í Stokkhólmi. Þar sýndi hún myndir  málaðar með hvítu bleki á svartan pappír. Eitthvað í verkum hennar minni á Kiki Smith, líklega það að hún vinnur á mörkum ævintýra og martraðar. En kannski líka það að hún vinnur með teikningar, skúlptúr og einskonar innsetningar.

Uglan hefur löngum þótt fugl næturinnar og tákn visku. En það er hægt að skoða og spá í fugla út frá ýmsum sjónarhornum. En hér er hlekkur á síðu um.....uglur:

No comments:

Post a Comment