Saturday, February 4, 2012

Nýir straumar

Felix Vallaton
Gaman að þessum munstrum og litla barnið auðvitað í bleiku
 og viðkvæmnisleg blómin líka á arinhillunni undirstrika
blíðuna í sambandi móður og barns.
Felix Edouard Vallaton
Trérista - Áhugavert hvernig hann skapar rými í myndinni
og hvað manneskjurnar falla saman við bakgrunninn.
Felix Vallaton
Einföld uppstilling? 
Felix Vallaton
Skemmtileg myndbygging, hvernig módelið er staðsett
 á efri helmingi myndarinnar og bókin alveg fremst.

Felix Vallaton
Konan virðist skyggja á manninn, amk er hann frekar litlaus .
Það er ómetanlegt þegar maður er kynntur fyrir nýjum listamanni til að skoða og spá í. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt! Arngunnur vinkona mín og málari með meiru sendi mér nokkra linka á myndir Felix Edouard Vallaton 1865-1925, sem var alveg ótrúlega flottur svissneskur listamaður og vann jöfnum höndum að málverki og grafík og er sérstaklega þekktur fyrir tréristur sínar.  Auðvitað var hann vinur Vuillards sem hefur lengi verið minn uppáhalds málari og ég verð að segja að það er margt líkt með þeim. En afþví ég ætla að hafa einn tíma uppi í Mos með módeli þá er ekki úr vegi að skoða þessi módel-málverk hans.

No comments:

Post a Comment