Monday, January 28, 2019

Nothing is more abstract than reality (G. Morandi)


Órætt landslag/norður
Ég opnaði á dögunum sýninguna Órætt landslag í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Salurinn er rekinn af Seltjarnarnesbæ með miklum menningarbrag og er í tengslum við bókasafnið á efri hæð Eiðistorgs. Þetta er fallegur salur og samhengið frábært, margir sem eiga leið hjá. /My solo exhibition"Órætt landslag" is at Gallery Grotta, Seltjarnarnes west of Reykjavik. It is up for a month from 24th. of January until 24th of February.
Opnun sýningar/Opening of "Órætt landslag" 2019(Moi)

Boðskort á sýninguna
Ljósmyndir af landslagi teknar á ferð út um bílrúðu á leiðinni frá einum stað til annars verða innblástur nýrra verka þegar á vinnustofuna er komið.  Markmiðið er þó ekki að ná niður eftirmynd af því svæði sem ég fer um heldur er áhersla á endurtekningu í myndbyggingu og samspili lita og flata. Verkin eru unnin hratt og máta sig við “óhlutbundna málarahefð” og tvö málverk unnin með 13 ára millibili./Photographs of landscape taken out of the car window while driving inspire new work at the studio. I'm not looking for the reproduction of the place but work fast and focus focus on color and form and repetition. I keep in mind my earlier work I have done and my peers in abstract painting.

Ljósmynd tekin á ferð úr bíl á leið um Suðurland/janúar 2019
On the road - Snapshot of a landscape - South/January 2019
Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unnar sl. mánuð og sumar varla þornaðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka(svo eitthvað komist upp á vegg!!). Öll skilningarvit eru þanin, skynjarar hafa vart undan að taka á móti litaflæði og formum sem koma í röðum(eins og kölluð). Ég hugsa um tónlist en hlusta á myndlist./Most of the work I did past 2 months and some are still wet. It is refreshing to challenge yourself at the beginning of new year, no time to think you just have to trust the senses and flood of color and forms. While working I think about music but listen to the paint.

Órætt landslag /suður 2019
"Órætt landslag" / South 2019

Órætt landslag / mýkt 2019
Órætt landslag / softness 2019

Einskonar landslag/Flæði I, 2006 /Órætt landslag/Flæði II 2019
Oil on wood 2006/Oil and wax on wood 2019




Órætt landslag - Sería suður 2019 24x29cm.
"Órætt landslag" South Series 2019 24x29 cm.



Órætt landslag - Sería norður mismunandi stærðir
"Órætt landslag" - North Series 2017/2019 Various Sizes 


-->