|
True North/Æting/2012 |
Ég var á sýningaropnun í gær. Reyndar á sýningu sem ég sjálf var að opna í Grafíkfélaginu, ekkert formlegt, heldur er þetta grafíkmappa sem mér bauðst að taka þátt í og heitir "Idea of North" og 14 listamenn frá íslandi, USA og Kanada eiga verk í þessari möppu. Nicole Pietrantoni sem dvaldi hér á Íslandi síðasta ár setur þessa möppu saman. Ég sýni þar ætinguna
True North sem ég þrykkti í 18 eintaka upplagi, nokkuð sem ég geri afar sjaldan. Þetta er ánægjulegt og ég er satt best að segja mjög glöð að vera tekinn með í hóp framsækinna "grafíkera" því ég hef ekki beint litið á mig sem sérstakan grafíklistamann þó ég vinni af og til í grafík. Ég hef reyndar sinnt grafíkinni af dálitlum krafti undanfarið og kem til með að gera það meira á næstunni. Gekk meira að segja svo langt að stofna sérstakt blogg sem ég kalla Grafíkbloggið, en þar ætla ég að setja inn ýmsar upplýsingar um aðferðir og grafík og listamenn sem nota grafík í sinni myndlist. Hér kemur það:
Grafíkbloggið.
No comments:
Post a Comment