|
Toulouse Lautrec vakti oft á næturna og vann. Hann málaði nokkrar útgáfur af sofandi fólki. Gaman að velta fyrir sér á hvað tíma sólarhringsins þessi mynd er máluð og lika á hvaða tíma ársins. Ég spaí því að hún sé máluð að vori eða hausti í París. Snilldarvel máluð og gaman að þessum bláu og grænu tónum í sænginni og teikningin skilar sér sérlega vel í málverkinu. |
|
Edward Munch notaði oft sama mótífið og mismunandi birtu. Hér er "Sumarnótt".
|
Blái liturinn getur verið ákaflega þrunginn og höfugur þegar líður á sumarið. Ég er svolítið að spá í sumarnætur og næturhiminn almennt og hvernig hægt er að mála hann. Mér finnst íslenskur sumarblár næturhiminn vera mjög gegnsær og hugsa mér himinblá, cobalt eða ultramarin blá augu í því samhengi. En stundum eru sumarnæturnar þéttar og dökkar, Indigo svarbláar og stundum jafnvel gráar. Það er líka merkilegt hvernig aðrir litir taka líka mið af því.
|
Svona sá Winslow Homer sína "Sumarnótt". Svolítið drungaleg. |
No comments:
Post a Comment