Sunday, July 22, 2012

Amerískir straumar....

Adolph Gottlieb
Adolph Gottlieb
Franz Kline
Henri Matisse - Hurð - (1914)
Henri Matissse - Gluggi út á Notre Dame(1914)
Ég er að skoða ýmsa ameríska spennandi málara sem ég sé allt í einu eitthvað alveg nýtt í. Adolph Gottlieb er einn af þeim. Þessar myndir hafa svo lifandi línu og mýkt í litanotkun sem er þunn og gagnsæ og formin eins og fljóta ofan á. Samferða honum var Franz Kline sem notar sterk form og mikinn svartan lit sem á köflum er ótrúlega sterkt. Langt á undan þeim var Matisse sem notaði rými og form á nýjan máta og hafði örugglega áhrif á þá sem á eftir komu, hvernig hann notaði litinn þunnt, hvernig hann skapaði rými í myndinni, myndbyggingin og einhver fágun í litanotkuninni.
Richard Diebencorn - Seascape


Ekki ólíklegt að Kaliforníu listamaðurinn Richard Diebencorn hafi skoðað verk Matisse og séð ýmislegt sem hann nýtti sér. Nú ætla ég að hugsa til þeirra allra, skoða myndbyggingu, nota litinn þunnt, STÆRÐIR, línur og að láta formin fljóta ofan á.

No comments:

Post a Comment