Þessar óendanlegu sumarnætur koma svo sannarlega ímyndunaraflinu af stað. Svo mikil hvíld í þessum bláma sem tekur á sig gráa, fjólulita og græna, jafnvel bleika tóna. En staðurinn þar sem þessar myndir eru teknar í Landsveitinni er að sjálfsögðu sveipaður töfraljóma og ljósmyndarinn, vinkona mín Berglind Björgúlfsdóttir nær að fanga hann þegar hún var þar á ferðinni fyrir stuttu.
Svo er ekki úr vegi að minna á námskeiðin sem eru framundan hjá mér á vinnustofunni í ágúst. Enn eru pláss laus og hægt að taka bæði saman fyrir þá sem vilja ná miklum árangri á stuttum tíma.
II) ÁGÚST 16.-19.8.
Einu sinni á ágústkveldi...
Sérstaklega farið í slikjur og hvernig hægt er að ná fram dýpt í lit með því að nota mismunandi tóna af lit og grunni. Skoðum sumarnóttina. Vinnum með bláa, græna og fjólubláa liti og æfum okkur í að blanda þá saman. Miðað við að nemendur komi með myndir og myndefni sem þeir eru byrjaðir á eða langar til að mála.
16.8. fimmtudagur 17-20. Veljum myndir til að mála, spáum í viðfangsefnið og komum okkur af stað.
18.8. laugardagur 10-15 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara.
19.8. sunnudagur 11-16 Unnið að myndum í sal undir handleiðslu kennara. Yfirferð og frágangur og leiðbeint með framhald.
Kennari:Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8
Tímar:Samtals 12 klukkustundir
Verð: 22.000
III) ÁGÚST 22.8.-26.8.
Olía á tré - Spennandi efniviður
Áhrifamikið og spennandi námskeið þar sem farið er yfir mismunandi undirlög í málun og hvaða lögmál gilda þegar málað er á tré. Skoðum söguna og hefðina og vinnum myndir frá grunni. Allt efni á staðnum en nemendur koma með sína liti og pensla og eru hvattir til að leyfa hugmyndaauðgi að njóta sín í myndefni og vali á efnivið. Sýndar leiðir til að fernisera myndir og gera þær "gamlar".
22.8. miðvikudagur 18-20 Kynning og leiðir. Kennari fer yfir og sýnir mismunandi undirlög og hvaða leiðir eru færar. Leiðbeint með myndefni og næstu skref.
23.8 fimmtudagur 17-20 Myndir undirbúnar og grunnaðar.
25.8. laugardagur 10-15 Málað í sal undir handleiðslu kennara.
26.8. sunnudagur 11-16 Málað í sal undir handleiðslu kennara, gengið frá myndum. Leiðbeint með framhald.
Kennari:Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8
Tímar:Samtals 12 klukkustundir
Verð: 28.000
No comments:
Post a Comment