|
Albrecht Dürer 1471-1528 er meistari allra efna.
Þetta málverk er málað á tré og þvílík fágun í litanotkun og teikningu
|
|
Lukas Cranach - Málverk frá 16. öld. |
Í vikunni verð ég með námskeið á vinnustofunni í olíumálun á tré. Það er að mörgu leyti mjög ólíkt að vinna á tré samanborið við striga. Mér finnst það gefa ákveðna dýpt í myndirnar því það tekur langan tíma að byggja litinn upp og lengi framan af drekkur viðurinn meira í sig en ef ég væri td. að mála á striga. Auðvitað fer það að einhverju leyti eftir því hvað plöturnar eru grunnaðar mikið, en ég grunna yfirleitt tvisvar sinnum með gezzo báðum megin. Það eru ríkar hefðir í íkonamálun og mjög strangar reglur, það þekkja þeir sem hafa farið á námskeið í því og lært samkvæmt því. Hér er td. sýnt hvaða leið var farin við það:
Hefðbundin aðferð við að grunna og mála á tréplötu Það er auðvitað hægt að mála á tré án þess að fara eftir þessari ströngu formúlu sem þeir allra hörðustu fara eftir í hörgul en það er alltaf gott að vera meðvitaður um hverju maður vill ná fram svo ef þú ætlar að mála íkona þá er þetta leiðin. En svo má líka lesa sér til almennt, hér er
meira um tréplötur/striga ofl.
|
Málverk eftir Degas málað á tréplötu
|
|
Peter Paul Rubens(1577-1640) málaði oft á tré. Þetta málverk er ekki fullunnið er frá 1565 og er í stærðinni 80x100m.
|
|
Peter Bruegel um 1500
|
|
Hyronomius Bosch 1450-1516 |
No comments:
Post a Comment