Tuesday, June 26, 2012

Sumar og sól

Það er ekki ofsagt að sólin skín úti og inni þessa dagana. Litirnir í umhverfinu eru gefandi og vekjandi, hressandi gulir, grænir, og himinbláir.....Það er himneskt að ferðast um landið og liggja úti í tjaldi eða móa, hlusta á niðinn í lækjarsprænu eða vinalegan fuglasöng. Ég verð með námskeið í olíumálun um helgina á vinnustofunni sem ég kalla "Sóleyjar og sællegar kýr úti á túni". Myndefnið getur verið af ýmsum toga, en það er tilvalið að vinna með skæra liti og láta gamminn geysa! Það er enn hægt að skrá sig.....við byrjum á fimmtudaginn klukkan fimm(17:00)
Sællegar kýr? Eða bara forvitnar?

Fjólublái liturinn er víða í náttúrunni þessa dagana...

Fíflar og sóleyjar....bifukollur og puntstrá...

No comments:

Post a Comment