|
Ferðalangar - Frá fyrstu sýningu minni í Gallerí Fold 1996 |
|
Soffía hún sjálf 1999, ljósmynd tekin á vinnustofunni af Kristni Ingvarssyni |
Það styttist í næstu sýningu. Ég opna einkasýningu í Gallerí Fold(baksal) eftir tæpar tvær vikur. Ég var með sýninguna Rætur þar 2006 og 15 ár frá fyrstu sýningu minni þar svo ég er svolítið að kíkja á hvað ég var að gera þá og hvað ég er að gera nú. Ég lét taka af mér nýjar myndir af þessu tilefni og það er gaman að bera þær saman við mynd af mér sem Kristinn Ingvarsson tók af mér á sínum tíma(1999)og ég notaði lengi í sýningarskrár.
|
Soffía hún sjálf á vinnustofunni 2011, ljósmynd tekin af Erlendi Sveinssyni |
Vinnuheiti sýningarinnar er "Týndir á helgum stað"og ég vil vekja tilfinningu fyrir einhverju stórbrotnu en jafnframt ofurlítið brothættu. Manneskjurnar í myndunum sem ég kalla ferðalanga, halda ferð sinni áfram í forundran yfir stærð veraldarinnar og óendanleika og smæð mannsins í því samhengi. Að sumu leyti laga þeir sig að náttúrunni og renna jafnvel saman við hana og hafa sig hæga. Hinsvegar hefur hlutverk þeirra kannski aldrei verið jafn skýrt. Þeir kveða við fossinn, halda áfram yfir sléttuna um leið og þeir sá nýjum fræjum í græna jörð og jafnvel má gægjast með þeim inn í annan heim sem lýtur öðrum lögmálum.
|
Stig lífsins - Olía á tré 2011 |
|
Í græna jörð - Olía á tré 2011 |
|
Þjóðarsöngur |
|
Á helgum stað |
No comments:
Post a Comment