Tuesday, October 25, 2011

Grrrafik 2011/Kaupmannahöfn Kulturnatt

Þetta haust hefur verið venju fremur annasamt. Fyrst flutti ég fyrirlestur um sjálfa mig og verk mín í Listasafni Árnesinga sem var reglulega skemmtilegt og fróðlegt að taka ferilinn saman með þessum hætti. Svo tók við heilmikil reisa til Svíþjóðar og Danmerkur þar sem ég opnaði sýningu á verkum mínum, annars vegar í Gallery Sagoy í Malmö í tengslum við Grrrafik 2011 og hinsvegar setti ég upp nokkur málverk á vinnustofu Sossu vinkonu minnar á Nybrogade í Kaupmannahöfn á Menningarnótt ásamt fleiri góðum gestum. Mikil stemming og gaman að vera á þessum viðburði sem Sossa hefur staðið fyrir undanfarin ár og margir sem leggja leið sína þangað.
Frá Listasafni Árnesinga.
Setti fram nokkrar skissur sem ég vann í Varmahlíð í apríl.

Það var ágætlega mætt og fleiri týndust inn þegar leið á.
Gallery Sagoy er í Malmö. Sýningin Glimt fra Island stendur til 27. nóvember
svo  það er um að gera að hvetja þá sem eiga leið þar um að kíkja.

Sýni þar tvær seríur af ætingum.

Slóðir I-XVI

Staðir I-XVI

Hluti af tréristum Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur.


Þarna er ég búin að koma myndunum fyrir á vinnustofu  Sossu

Portið fyrir framan vinnustofuna var skemmtilega upplýst og ef vel er að gáð
má sjá mynd eftir Sossu sem hangir þar uppi. Síðar var þarna tískusýning.

Ánægðar með okkur eftir skemmtilegt kvöld. 

1 comment:

  1. I relish, cause I found just what I was having a look for. You’ve ended my 4 day lengthy hunt! God Bless you man. Have a great day. Bye

    ReplyDelete