Ég er á leið til Svíþjóðar og Kaupmannahafnar í næstu viku og er að skipuleggja hvað ég ætla að sjá af myndlist. Það er skemmtilegt að vera ekki með of mikið planað en stundum er líka gott að vera búin að ákveða eitthvað. Ég er að opna sýningu í Gallery Sagoy í Malmö ásamt Magdalenu Margréti Kjartansdóttur sem verður með stóru tréristurnar sínar, en ég verð með seríu af nýjum grafíkverkum(ætingum) sem ég hef verið í óðaönn að þrykkja undanfarið. Þetta er hluti af mikill grafíkhátíð sem stendur út árið
http://www.grrrafik.se/ og það verður gaman að sjá hvað er um að vera i Malmö þessa daga. Auk þess tek ég þátt í Menningarnótt í Kaupmannahöfn sem haldin er 14. október nk. með viðburðum út um alla borg
Kulturnatten . Ég mun sýna nokkur málverk á vinnustofu Sossu sem er á besta stað í borginni og það eru nokkrir fleiri sem hún hefur boðið að sýna hjá sér auk þess sem hún sýnir auðvitað sjálf. Tónlist og stemming og kúltúr í fyrirrúmi!! En af sýningum ætla ég alveg örugglega ekki að láta sýningu Cobru og Paul Klee sem er í Louisiana safninu í Danmörku framhjá mér fara og þar sýnir líka Vija Celmins sem er einn af mínum uppáhalds listamönnum.
Áhugavert myndband, vonandi fæ ég að sjá "litlu málverkin hennar". Hér eru svo nokkrar myndir sem Erlendur tók af mér í dagsins "grafíkönn" þar sem ég stend við pressuna og þrykki......það er ólíkt því að mála og tekur jú heilmikið á en alltaf spennandi að sjá hvað kemur af plötunni á pappírinn!
No comments:
Post a Comment