Í Kaupmannahöfn og Malmö nýverið sá ég margar sýningar og skoðaði bækur í hinum frábæru bókabúðum sem eru á stóru söfnunum. Ég fór í Glypotekið i Kaupmanna höfn og þar var Gauguin sýning sem olli mér tölvuverðum vonbrigðum. Litirnir í málverkunum voru daufir og mér fannst málverkin hafa elst vægast sagt illa. Skýringin kann að vera að hann bjó lengi í Suðurhöfum og hefur kannski ekki getað fengið bestu litina senda og hefur kannski þurft að spara þá við sig. Hinsvegar sá ég frábærar tréristur þarna eftir hann, mjög áhrifamiklar og sterkar þó þær væru bara svart/hvítar í mesta lagi með einum öðrum lit undir.
Trérista eftir Gauguin, einföld teikning en feikilega gott handverk!
Í Louisiana safninu varð ég fyrir miklum áhrifum af teikningum og þrykkjum Viju Celmins. Hún hefur ótrúlegt vald á blýjantinum og kolunum og nær mikilli dýpt svo maður hverfur inn í myndirnar með einhverjum hætti. Hún vinnur með himinn, sjó, kóngulóarvefi og stjörnuhiminn og þetta eru mjög djúpar myndir.
|
Wolfgang Tillmann |
Í bókabúðinni í Louisiana kynntist ég tveimur ólíkum listamönnum. Verk Wolfgang Tillmann fóru með mig um óravíddir af blöðum bókarinnar. Get ekki beðið eftir að sjá þessi verk augliti til auglitis. Hvernig hann fer að því að fá svona mikinn léttleika í línurnar. Þetta eru að vísu ljósmyndir held ég(prints) en dýptin í þeim er makalaus. Annar listamaður og mjög ólíkur var þessi kona:
|
Tanja Lempicka, pólsk 1898-1980 |
Hún var líklega mjög umdeild á sínum tíma en það dylst engum færni hennar í málverkinu. Hún sagði: "My goal was never to copy, but to create a new style with bright luminous colours and to scent out the elegance in my models".