Monday, March 14, 2011

Myndbönd

Ég hef verið að setja inn hér á síðuna ýmis myndskeið sem mér finnast áhugaverð fyrir ýmsar sakir. Sérstaklega vegna þess að þetta eru allt myndskeið um aðferðir málarar og mér finnst þeir allir vera með ákveðna áherslu á efnið, undirlagið og það vekur athygli mína hvernig þeir mála eða hvað þeir hafa um það að segja. Það eru mörg mjög áhugaverð myndskeið á youtube og ég valdi bara nokkur. Ég fann þó engin íslenska málara í fljótu bragði og ég átti í miklum erfiðleikum með að finna einhverja spennandi kvenkyns málara. Kannski maður verði bara að fara að framleiða svona myndbönd!

Marlene Dumas: Measuring Your Own Grave, on view at MoMA

Women Artists: Gabriele Münter

Art:21 | Elizabeth Murray

Art:21 | Vija Celmins

Gerhard Richter. Overpainted Photographs

BRICE MARDEN's theory of painting

Anselm Kiefer

Susan Rothenberg: Emotions | Art21 "Exclusive"

Helen Frankenthaler

Að mála á tréplötur

Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að hægt er að mála á ýmis efni. Til dæmis hefur verið málað á tré frá örófi alda og pappír býður upp á ótal möguleika. Það er hægt að setja ýmsa hluti inn í málverk og einnig er hægt að skeyta saman málverkum þannig að þau myndi eina heild. Möguleikarnir eru óteljandi en hafa þarf í huga frá upphafi að mikilvægt er að td. líma hluti eða festa vel inn á myndina.

Öllu skiptir að grunna vel það sem á að mála á, td. þarf að grunna tré vel á báðum hliðum með trégrunni eða gezzo sem er sérstakur akríl grunnur og fæst í listmálarabúðum. Sjálf mála ég mest á 9 mm. krossvið og  læt saga hann í ákveðnar stærðir í timburverslunum. Timbur er lifandi efni og það er það sem ég sækist eftir, æðarnar í viðnum, kvistirnir og þeir möguleikar sem bjóðast með því að skera í efnið, pússa það með sandpappír hentar mér vel. 

Í þessari mynd er ekki eins greinilegt á hvaða efni er verið að mála. Hér er flöturinn sléttari og meira unninn. Ef vel er að gáð má þó sjá lítinn kvist í himninum.
Í þessari mynd sjást vel efniseiginleikar trésins, það er þó vel hægt að slétta flötinn alveg út með því að bera gezzo á nokkrar umferðir og pússa á milli eða að mála á fínni tréplötur.



Þess ber þó að geta að auðvitað skiptir máli hvað við erum að mála, þ.e. hvert er myndefnið og hverju viljum við ná fram. tréð getur verið mjög ósveigjanlegt og það tekur langan tíma að ná fram því sem ég sækist eftir. Ég legg mig fram um að ná fram tilfinningu fyrir liðnum tíma í myndum mínum og þess vegna fór ég að mála á tré í upphafi og að afla mér upplýsinga um hvernig hefur verið unnið á tré í gegnum tíðina.











Sunday, March 6, 2011

Námskeið - Litir og óhefðbundin efni í mars

Í mars verð ég með tvö stutt helgarnámskeið á vinnustofu minni. Þetta eru snörp námskeið ætluð þeim sem einhvern grunn hafa í málun en langar að bæta við sig í tiltekinni tækni svo sem litameðferð eða að mála á óhefðbundin efni. Mikið lagt upp úr góðum anda og vinnugleði. 

10 - 12. og 13. mars Olíulitir og áhrif þeirra.
Fyrirlestur um liti og áhrif þeirra, notkun litahringsins og virkni út frá málverkum. Stutt verkefni(klukkutími) þar sem litablöndun er þjálfuð en síðan vinna nemendur tvær myndir þar sem unnið er með andstæða liti. Gefinn kostur á stuttum einkatíma eftir að námskeiði lýkur þar sem kennari leiðbeinir um framhald myndanna. 
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar. 
Einkatími(30 mínútur) eftir samkomulagi.
Staður: Málarinn við höfnina, Fornubúðir 8,, 220 Hafnarfjörður
Kennari: Soffía SæmundsdóttirFjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma með allt efni sjálfir og fá leiðbeiningar um efniskaup.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Júlíana Sveinsdóttir, L.A.Ring, E. Degas, Monet, Olaf Höst, Emil Nolde, Færeysku listamennina ofl.
Efnisatriði: Olíulitir, íblöndunarefni, grunnar, litablöndun, kaldir og heitir litir, andstæðir litir, litahringurinn. Verð:28.000
E. Degas, snillingur með liti.

24., 26 og 27. mars Olíumálun á óhefðbundin efni
Fyrirlestur um olíumálun á óhefðbundin efni og þau efni sem listamenn hafa notað það í gegnum tíðina. Komið inn á ýmis efni sem hægt er að nota og hvað þarf að hafa í huga varðandi undirlag og efnisnotkun og gerðar tilraunir og prufur.  Nemendur koma með efni að heiman sem þeir vilja vinna með í samráði við kennara. 


Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma sjálfir með allt efni en grunnar og lím á staðnum.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Howard Hodgkin, C.D. Friedrich, Arngunnur Ýr, August Strindberg, R. Rauschenberg, Jasper Johns, Helen Frankenthaler, Anselm Kiefer, 
Efnisatriði: Grunnar, gesso, kanínulím, kalk, penslar, spaðar, tré, efni, undirlag, íblöndunarefni, línolía, vax, liquin,  lökk.
Verð:28.000
Howard Hodgkin málar oftast á tré og stundum málar hann líka rammana með.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru í s:8987425 eða á soffias@vortex.is.
Greiðslukortaþjónusta og gefinn afsláttur ef þú skráir þig á fleiri en eitt námskeið.
Allir nemendur sem hafa skráð sig á námskeið hjá Málaranum við höfnina fá afslátt á listmálaravörum í viðurkenndum listbúðum.
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð í vor og sumar og verða kynnt betur síðar.