Wednesday, May 29, 2019

Düsseldorf - Listamannadvöl/Artist in Residence

Ég er búin að dvelja í Düsseldorf undanfarnar vikur í svokallaðri "Listamannadvöl". Þetta er skiptiprógram á vegum SÍM og Verein der Düsseldorfer Künstler og byggir á gagnkvæmum skiptum, tveir íslenskir listamenn dvelja í maí í Düsseldorf og tveir þýskir dvelja á Íslandi í ágúst. 
Sumargrænir litir og gróðursæla
Summergreen colors and growth

Gægst inn um gluggann/tímabundin vinnustofa
Look inside/Temporary studio
I've been in Düsseldorf for the past weeks at an artist residency. It is organized by SIM and Verein der Düsseldorfer Künstler and we are two icelandic artists that stay here in May and in return two german artists will stay in Iceland in August.
Heima/vinnustofa
My Atelier
Það er margt sem maður áorkar þegar maður kúplar sig frá daglegri rútínu og fer í sjálfskipaða listræna einangrun/útrás. Düsseldorf er stórborg í listrænu tilliti, með mögnuð listasöfn og kröftuga listasenu með fjölbreyttum listamönnum og stórum nöfnum. Á sama tíma er allt innan seilingar og stutt í allar áttir, hægt að labba, hjóla eða taka strætó.
Gott að byrja með hreint borð/Nóg af öllu tagi
Fresh start/A trip to Boesner
Vinnuborðið/ný nálgun og tilraunir
Working table/new things and experiments
Düsseldorf is a perfect place to explore art and it is grand in a way that it has fabulous museums, a vibrant kultural szene and nature within reach, easy to walk, bike or take the tram to all places within half an hour.
Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21

Frá stórri yfirlitssýningu Ai Weiwei í K21
A big retrospective Ai Weiwei in K21
Í vinnustofudvöl sem þessari hefur maður tækifæri til að endurnærast og endurraða því sem skiptir máli, skoða það sem maður hefur verið að gera, velta því fyrir sér hvað mann langar að gera næst og leyfa sér að verða fyrir áhrifum. Skoða listamenn, skoða hugmyndir, skoða aðferðir, skoða allt það sem kemur upp í hendurnar á manni.
Verk í vinnslu/handgerð egg tempera, olíulitur, á gráan pappír
Work in progress/handmade egg tempera, oilcolor on grey multimedia paper

Tilbúið landslag/Synthetic landscape
Eggtempera og blýjantur á Steinpapier/
Eggtempera and pencil on Steinpaper
Given the time and place you have to rearrange your process, look at what you have been doing, where you want to go with your art next, discover new techniques and allow yourself to get influenced bythe things that come to you.
SittArt Gallerí/vinnustofur listamanna byggt af listamönnum 1904
SittArt Gallery/Was built 1904 by artists
Það sem mér finnst einkar inspirerandi hér er þróttmikill kraftur listamanna, gallería og stofnana. Í þessari byggingu eru um 30 vinnustofur listamanna, skrifstofa sambandsins og gallerí. Mjög falleg bygging sem byggð var 1904 af listamönnum(með stuðningi auðvitað)og er í eigu þeirra enn í dag. Hér opnum við Ásta V. Guðmundsdóttir sýninguna Dreggjar/Remains of a Stay á laugardaginn 1. júní kl. 17-20 og sunnudaginn 2. júní er opið frá 14-17 þar sem við verðum með svolítið "gespräch" um "künstlerischen Austausch"milli Íslands og Þýskalands. /It is inspiring to feel the infrastructure and art/institution collaboration in the art scene here. This building was raised 1904 by artists and has 30 artist studios, an office and an Art Gallery, SittArt. We will be showing "Remains of a stay" there on the 1&2nd of June. We also be talking about artist collaboration between Iceland/Germany
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
Ásta creative clothes, Hönnuður og listasprengja 
Það á vel við hér að sýna afrakstur dvalarinnar og efna til samtals um listasamstarf/samvinnu. Báðar erum við Ásta starfandi listamenn á breiðum grunni, sýnum verk okkar og tökum þátt í ýmsum sýningum, viðburðum og gjörningum(Ásta þó meira en ég) og stöndum fyrir námskeiðum og fleiru á vinnustofum okkar. /It is really relevant to show our work after this meaningful stay and start a conversation about artist collaboration. We are both artists that work in different areas both artisticly and geographicly by ourselves or in collaboration with other artists and our art societies.
Soffía Sæmundsdóttir
Málarinn við höfnina, Myndlistarkona og litasprengja 
Ekkert jafnast þó alveg á við vinnustofuna mína við höfnina í Hafnarfirði sem mun taka vel á móti mér og það verður gaman að koma til baka með ferskan blæ, halda áfram með verkin sem eru í vinnslu þar eða byrja á einhverju grandíósó!!! /Of course I look forward to come home to my studio and keep on working on those paintings that are there. Bring the fresh energy and perhaps start something GRAND!!!!
 
Sjómannadagurinn er á sunnudaginn! Opið 13-17! Fjölskyldan stendur vaktina á vinnustofunni og mikið um að vera við höfnina sjipp og hoj! 

Friday, May 3, 2019

Print day in May/Þrykkdagurinn mikli

GRAFÍK/PRINTMAKING
PRINT DAY IN MAY/ÞRYKKDAGURINN MIKLI

Grafíkpressa/litir/pappír/plata/tarlatan
A press/colors/paper/plate/tarlatan
Það er eitthvað magnað við það að í dag, laugardaginn 4. maí er fólk að þrykkja myndir á sama tíma út um víða veröld. Ég ætla að taka þátt og er búin að setja upp grafíkverkstæði á vinnustofunni og hlakka til að byrja í fyrramálið. 
Grafíklitir, valsar, spaðar til að blanda liti
Print colors, roller, palette knife
There is something really magnificent when people around the globe gather in their studios or at home or who knows where!!!?? to make a print. I have put up  the printmaking studio in Fornubúðir and will be making one today from 11am-2pm.

FYLGSTU MEÐ/CHECK THIS OUT: https://printdayinmay.com/

Meira á morgun!!!!!!!!!
More to come!!!!!!!!!!!