Oft veltir lítil þúfa.....Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni "Touch and technology". Sýningarstjórarnir Carrie Ann Plank og Robynn Smith eru starfandi listamenn sem koma víða við og það er svo hressandi, enda virkilega vel að öllu staðið. Við vorum 10 sýnendur og sýningin var fyrst sett up í nóvember 2017 í Gallery 688 í San Francsico, síðan í Gallery Pricilla Fowler í tengslum við Southern Graphic Council ráðstefnuna í mars á þessu ári þar sem fjölmargir sáu hana og svo er sýningin í Grafíksalnum í Reykjavík til 2. september. Sýningarspjall og Solar Prin námskeið á verkstæði félagsins um helgina sem þær stóðu fyrir og auk þess heimsókn á vinnustofu mína.
Sýnendur við opnun sýningarinnar í San Francisco The Artists present at Gallery 688 in San Francisco November 2017 |
It has been a great ride to participate in this fabulous exhibition "Touch and Technology". It started in San Francsico in November last year at Gallery 688 and was one of the exhibitions at Southern Graphic Council Conferense in las Vegas in March. It is in the IPA Gallery until sunday. Don't miss it!!
Artist talk at the IPA Gallery/Listamannaspjall í Grafíksalnum |
Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG/ Elísabet is IPA's Chairman |
Sýningarstjórarnir Robynn Smith og Carrie Ann Plank. Milli þeirra er Laura Valentino einn listamannanna/ The Curators with Laura Valentino one of the artists. |
Verk mín "Hreyfanlegt landslag" eru vinstra megin á veggnum. Hringirnir hægra megin eru verk Carrie Ann. On the left is my work "Hreyfanlegt landslag" the round gorgeous pieces are Carrie Ann's. |
Framundan í haust eru svo tvö lítil en krefjandi grafíkverkefni sem bíða mín og ég hlakka svoldið til að takast á við þau. Það er alltaf ótrúlega gefandi að detta í eitthvað nýtt og þurfa að vinna að tilteknu verkefni. Ég er búin að vera með risaverkefni á minni könnu í sumar sem ég hlakka mikið til að skila af mér á næstu dögum/vikum og þá er gott að henda sér í eitthvað nýtt. Jamm...alltaf eitthvað. /I have some smaller printmaking projects coming up this fall. I have been over my head this summer working on a big piece that I will deliver in the next few weeks. When that is done it is great to have something completely different waiting. To be continued.......