Tuesday, January 30, 2018

Námskeið 2018/Painting courses 2018

Litir....
Mér finnst ótrúlega gaman að kenna, þó stundum sé gott þegar það er ekki of þétt kennsludagskráin ef margt annað er í gangi. Það hreyfir við manni í kollinum, svo af og til tek ég því til á vinnustofunni og set upp námskeið. Það getur stundum verið erfitt að finna tíma þar sem allt gengur upp. Mér finnst gott að hafa samfellu í námskeiðunum og legg upp með ákveðið þema/aðferð þó stundum notist ég við plan sem ég hef notað áður. Ég vil hafa hópana litla, kannski 5-7 manns og góða stemmingu og þetta er alltaf tilhlökkunarefni. Svo nú ætla ég að taka smá námskeiðstörn í lok febrúar og fram í miðjan mars mánuð. Maður skráir sig hjá mér hér á vinnustofunni eða í s:8987425 og svo má líka senda mér póst á soffias@vortex.is.
Frá sumarnámskeiði/A great summer painting group
Ýmis tól og tæki/Various tools


Námskeið I - Laugardagur 24. febrúar 11-16. 
Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi. Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi, en í lokin er sýnikennsla í að búa til coldvax. 
Verð:15.000

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu, en hentar einnig sem undirbúningur að námskeiðinu “Undir yfirborðið” sem haldið verður 8.-11. mars. Þeir sem vilja einnig koma á bæði námskeiðin fá 20% afslátt.  
Gatan mín..hverfið mitt....

Sveitin mín....


Námskeið II - 1. - 5. mars 2018
Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)
Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.

1.3. Fimmtudagur 17-19 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir.
3.3. Laugardagur 10-17  Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði við kennara og hefjumst handa. Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.
4.3. Sunnudagur 10-17 Færum okkur yfir í olíulitina.
5.3. Mánudagur kl. 16-19 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.
 Verð: 30.000 (*hægt að skipta greiðslu). 19 tímar - Mikið innifalið.
Gamblin Cold Wax/Efni til að búa til Cold Wax

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Olíulitir og coldwax með spaða á pappír
Oil and Cold wax on paper

Námskeið III  - 8.-11.mars 2018Undir yfirborðið…Námskeið fyrir lengra komna


Yfirgripsmikið námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á skissuvinnu og áhrif umhverfis á verk. Unnið með kolum, vaxi, akríllitum, akrílbleki og olíulitum með spaða og pensli á tréplötur og pappír. Litaval takmarkast við svartan, bláan, okkurgulan, brúnan og hvítan.

Fimmtudagur 8. mars 16-19
Hittumst á vinnustofu, kynning á viðfangsefni og fyrirkomulagi, skoðum bækur og efnið sem vinna á með(vax, olíuliti, akríl, kol, tré, pappír, spaðar, penslar, tuskur) og mismunandi leiðir til að skissa.
Föstudagur 9.mars 16-19
Skissað og skoðað. Hittumst í fjörunni á Álftanesi(nánari staðsetning síðar)Notum myndavélina, en líka pappír og kol og fleiri teikniáhöld. Höldum áfram á vinnustofunni. Notum hvítt gezzo, koladuft og graphyte á þykkan pappír. Höldum svo áfram með vaxi(cold wax+beeswax).
Laugardagur 10. mars kl.10–17
Málum á tréplötur, grunnum þær og vinnum með olíulitum, akríllitum og vaxi.
Sunnudagur 11. mars kl. 10:30-17
Málum áfram og klárum verkin. Í lokin yfirferð og leiðbeint með áframhaldandi vinnu.

Þátttakendur: 8
Innifalið: Sjá efnislista. Kaffi, te, vatn, kaka. Skiptum með okkur helgardögunum og leggjum með okkur á hádegishlaðborð.
Verð: 60.000/Hægt að skipta greiðslu en við skráningu skal greiða helming þátttökugjalds(vegna efniskostnaðar).

ATH! Hægt að fá námskeiðið niðurgreitt hjá stéttarfélögum.

Hugsanlegt að sama námskeið verði haldið aftur í lok apríl/maí ef næg þátttaka fæst og í Hvíta húsi á Snæfellsnesi í september.




--> --> -->

Jákvæður janúar/January....a positive month.

Þá er komið nýtt ár 2018 og síðustu dagar janúar mánaðar að renna sitt skeið. Frekar fannst mér hann stuttur í annan endann, og maður er varla farinn að hreyfa pensla að neinu ráði. Eitthvað þó samt. Hér koma nokkrar myndir af vinnustofunni. Sumar myndir eru í vinnslu, einhverjar bara hanga á veggjunum af gömlum vana og enn aðrar hafa verið í láni og voru að koma aftur. Þessum mánuði fylgir líka ýmis skipulagsvinna/ First month of a new year 2018 has gone by really fast,, almost without moving brushes.....but still of course I have been busy with other things as well. Office hours, exhibition planning, grant application etc.  
Málverk á vegg...hjá mér/Some paintings

Litlar og stórar...gamlar og nýjar...../Little and big....old ....new

Líttu nær   og fjær/Look closer

Einhver forn andi yfir þessari/Where did this person come from?

Munu þeir koma út úr myndunum á árinu?/
Will they walk out of the painting this year?

Halló!/Hello

Hæ/Hi

Hm/hm.....