Sunday, November 19, 2017

Sýningar/Nóvember - Exhibitions/November



Um þessar mundir standa yfir tvær mjög ólíkar sýningar með verkum mínum. Skemmtilega ólíkar og staðirnir eins langt frá hvort öðrum og hægt er. / I'm in two very different shows this month that are as far from each other as possible. 
"Technology and Touch " í Gallery 688 Sutter í San Francisco er með verkum eftir 5 íslenska grafiklistamenn og 5 þarlenda grafíklistamenn. Sýningarstjórarnir, Carrie Ann Plank og Robynnn Smith heilluðust af Íslandi eftir að hafa sótt landið heim og fengu þá hugmynd að setja saman sýningu með snertiflötinn tækni/handgert og verð ég að segja að útkoman var áhugaverð. Galleríið á besta stað í borginni í grennd við "Galleríhverfið" og í tengslum við Academy of the Arts sem er einn af listaskólum borgarinnar. / An exhibition with icelandic and Bay Area Artists. Curators are Carrie Ann Plank and Robynn Smith but they wanted to put together interesting mix of artists from both countries. The Gallery is one of The Academy of the Arts galleries at Sutter near Geary Street that has many of the big Galleries in the city. 
Nokkrir sýnendur sýningarinnar "Touch and Technology"/
Some of the artists that were present for the opening.
It was hard to get us all in one picture.

Íslensku sýnendurnir ásamt áhangendum.
Hér vantar að sjálfsögðu undirritaða./
The icelandic exhibitors excluding myself of course.
Það var ekki leiðinlegt að ferðast svo um Kaliforníu og skoða það sem fyrir augu ber. Andstæður lita og náttúru, brjálaðar litasamsetningar og fyndin söfn og frábær listaverk en líka ýmsir yndisaukar sem læða sér með/Just love California. The diversity in color, nature, art and all the good things that come with it including wonderful friends and good food and wine.
Tyggjóveggur í San Louis Obispo
/Chewing gum wall in San Louis Obispo
Litasamsetningin klikkar ekki/Color combination


Monterey/17 mile drive 

Monterey/17 mile drive
Golden gate

Næstum eyðimörk/Almost desert
Það var svolítið kalt að lenda hér heima eftir góðar tvær vikur í Kaliforníublíðunni, skella svo slatta af málverkum í bílinn og keyra vestur á Snæfellsnes til að setja upp jólasýningu í Hvíta húsi. En mikið var það samt fallegt og tilkomumikið landslagið á leiðinni, notalegt að koma í hús og setja myndirnar upp í þessu hráa en skemmtilega rými. "Litla sjóbúðin" er líka með svo margt fallegt á boðstólum sem Elva Hreiðarsdóttir hefur handvalið og sett upp á skemmtilegan máta. Landnám....á eyjaslóðum?/It was cold in Iceland when we got back and it was a bit challenging to gather some paintings to put up for a christmas exhibition at Hvitahus in Snæfellsnes. But as always the driving was rewarding and great to be there in good company.
Ísland/On the road
Ísland/On the road
Hvíta hús er "Listamannahús" eins og áður hefur komið fram hér. Öllu jöfnu dvelja listamenn þar í mánuð í senn, þar er íbúð á efri hæð, en salur niðri í þessu fyrrum íshúsi. Umhverfið í Krossavík er tilkomumikið í grennd við Snæfellsjökul sem rammar húsið fallega inn. Á sumrin er rekið þar listgallerí og staðið fyrir námskeiðum. Nú er í fyrsta skipti þar jólasýning og gallerí. / Hvitahus is an artist residency for the most part of the year in this wonderful location by Snaefellsglacier and Krossavik harbour. In the summertime there is an art gallery and summer art courses run there by Elva Hreiðarsdottir an artist and owner of Hvitahus. This is the first time that there is a christmas exhibition and open Art Gallery.

Jólalegt í Hvíta húsi

Sérvaldir listmunir/Beautyful work

Skemmtilegt úrval/Nice collection

Eyjaslóðir...../Some paintings
Sýningin stendur yfir næstu þrjár helgar og það er óhætt að mæla með að líta við í Hvíta húsi sem ilmar af stemmingu og notalegheitum, auk þess má gjarnan mæla með veitingastaðnum "Viðvík" sem er í næsta húsi og býður upp á jólamat á aðventunni. /The exhibition and art gallery will be open next three weekends. Great athmosphere and I highly reccommend Viðvik restaurant that offers great Christmas Menu.