Wednesday, September 20, 2017

Cold Wax Medium ofl.

Mér finnst gaman að vinna með ýmis efni í olímálun. Ég nota íblöndunarefni til að þynna litinn, terpentína(til að þynna litinn og matta) og línolía(þynnir líka litinn en eykur líka gljáann og hægir á þurrkun auk þess sem gaman er að vinna myndir þannig lag fyrir lag. Ég nota líka gjarnan Liquin Original sem eykur gljáa og flýtir fyrir þurrkun. Ég get blandað þessum efnum saman við olíulitina og unnið með þau á striga og tréplötur sem ég geri gjarnan. Þegar ég vil ná ákveðnum áhrifum fram í myndunum nota ég"Cold Wax medium" frá Gamblin fyrirtækinu sem er bandarískt og framleiðir gæða liti sem ég nota einnig mikið. Það er auðvitað hægt að nota vaxið með öllum tegundum af olíulitum en eins og oft er það spurning um hvað maður er að mála.  Hér má sjá allt um Gamblin Cold Wax medium
Þessi mynd eftir mig er máluð á tréplötu með oliulit og vaxi og ég teikna á plötuna með viðarkolum. 
I paint on woodplate with oilcolor and coldwax. I also draw the images with charcoal before I start. 

I like to work with different methods in oil painting. I use odorless Turpentine to thin the paint,and make it matt, Linseed Oil to thin it as well but also to be able to work in layers and have the color glossy. I also use Liquin Original to speed the dryness, have some structure and make the painting more shiny. I can use these materials on woodplate and on canvas. When I want to get specific affects I use Gamblin's Cold Wax Medium in the oil color and mix it on the palette with a palette knife before applying to the surface. Gamblin colors are also great though you can also use the cold wax with other brands without problem. It all depends on what you are painting.
Brottför III, 2013, Olía og coldwax á tréplötu/Oil and wax on woodplate in a woodframe. 
Rauður undirlitur og sandpappír til að "teikna með" og ná fram ákveðinni áferð.
/Red undertone and sandpaper to "draw with" to get a certain look that I seek.

Til að nota cold wax medium og vax yfirleitt verður að mála á tréplötur því það verður að vera hart undirlag. Ég nota nánast eingöngu birkikrossvið sem ég læt saga fyrir mig í réttar stærðir í BYKO. Ég vel tréplöturnar sérstaklega því ég vil hafa þær með karakter og jafnvel með að kvistarnir sjáist, stundum vel ég plöturnar út frá því hvað þær eru fínlegar.

Ég teiknaði fyrst með viðarkolum á hvítgrunnaða tréplötu og byggði litinn upp með olíulit og vaxi og náði áferðinni með því að skafa litinn í burtu, pússa litinn niður, láta þorna á milli og mála svo þunnt yfir. / I used charcoal to draw the landscape on a primed woodplate then used oil and cold wax and thin layers of paint.
To use cold wax medium you have to have solid underground. I use birch-plywood that I prime several times on both sides. The thickness of the plates varies as does the structure of the grains on the plate. It gives character to my work that I like.
Þykkur vandaður pappír getur virkað vel til að vinna með olíliti og vax.
Thick paper can work well for oil color and cold wax.

Monday, September 18, 2017

Uppgötvanir/Discoveries

Ég hef verið töluvert á ferðinni í sumar og hef þá tekið ljósmyndir á ferð út um bílrúðuna(þegar eiginmaðurinn keyrir sko)horft ofan í svörðinn á gönguferðum í náttúrunni, horft á grænu litina í grasinu og reynt að skrásetja þá í kollinum, en líka á pappír. Það er ótal margt er að sjá í náttúrunni, litir, sólarlag, veður, áferð, ljós, skuggar og ýmsar leiðir til að koma því til skila og skapa sjálfstæð verk innblásin af náttúrunni.
Hér eru það sjóndeildarhringurinn/
The Horizon
Sjóndeildarhringurinn er tilkomumikill/
The Horizon is powerful 
I have been on the road this summer and have photographed out of the car window, various scenes(when my husband is driving of course). I have also on my walks looked down to different forms of nature, tried to capture the green colours on paper but also in my mind. There are various ways to see nature and what is it that we focus on? Colours, sunsets, light, shadow, weather, different textures and structures in nature open up your creative mind to get it down on independent work inspired by what you see and feel.  
Horft niður, formin í steinunum eru mismunandi/
Looking down, enjoying every shape on the rocks.
Að liggja í grasinu og horfa upp í himininn/
Laying in the grass looking up to the sky

Listamenn og listaverk geta opnað manni sýn á náttúruna og jafnvel bent á það sem við sjáum ekki í fljótu bragði, eða það sem ljósmyndin fangar ekki. Litir og áferð skipta máli í uppbyggingu mynda en einnig þínar eigin athuganir á náttúrunni og það sem þú skráir er líka mikilvægt því það er þín persónulega sýn.

Hér er leitast við að skrásetja litina í náttúrunni og koma þeim á pappír.
Mismunandi grænir litir í grasinu, bláir litir himinsins./
Getting the colors in nature on the paper with oil colors.
Various greens and blues mixed with white.
Artists and artwork can open up new view on nature and even point out what you don't see or the photograph doesn't capture. Your own discoveries on nature are also important since it is then personal and has a meaning.
Texti sóttur í sýninguna "Lykilverk Kjarvals" á Kjarvalsstöðum.
Þar má sjá mörg stórfengleg verk meistarans sem hættir aldrei að koma manni á óvart./
Text from an exhibition of Kjarvals work, our great painter that used to go out in nature to paint.   
Kjarvalsstaðir er með frábærar sýningar um þessa dagana, Lykilverk Kjarvals og stór sýning með verkum Louisu Matthíasdóttur. Það er gaman að bera þessa tvo listamenn saman, Kjarval sem bjó á Íslandi og vann myrkranna á milli við að skapa listaverk úti í náttúrunni en líka inni á vinnustofunni, og svo Louisa Matthíasdóttir sem bjó næstum allt sitt fullorðinslíf í New York fjarri Íslandi, en með hreinum litum og þunnri áferð náði hún að fanga náttúrustemmingu sem gæti virst einföld en í þeim einfaldleika felst einmitt snilldin. 
Eitt verka Louisu Matthíasdóttur/
Louisa Matthíasdóttir's painting
Það eru ýmsar leiðir til að uppgötva eitthvað nýtt þegar kemur að sköpun. Maður fer á nýja staði, maður velur aðra liti, önnur áhöld eða maður skoðar einhvern listamann til hlítar. Svo sækir maður sér kannski nýjar þekkingu, fer á námskeið eða horfir á myndbönd/There are different ways to discover something new when it comes to creativity in art. New places, different colors and various tools can change your way of working. An artist that you look into can also be helpful in terms of new discoveries. A new technique, a course or workshop and videos/films that you look into can also make a difference. 
Allir heimsins litir/Color Range
Ýmis tól og tæki/Different tools
Ég sótti afar skemmtilegt, gefandi námskeið að Bæ í Skagafirði í síðustu viku ásamt þátttakendum frá ýmsum heimhornum og auðvitað frá Íslandi líka. Umhverfið í Skagafirði er ákaflega tilkomumikið, aðstaðan alveg frábær og kennarinn Janice Mason Stevens lagði inn mörg gullkornin sem maður á eftir að vinna úr. Hér má sjá blogsíðuna hennar: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ Það var ákaflega hressandi að vera nemandi, þurfa að hlíta fyrirmælum og gera verkefni. Maður fer út fyrir þægindarammann og þetta frískar upp á heilann. Hlakka til að fara á vinnustofuna og halda áfram þar sem frá var horfið. Hlakka líka til að hitta nýjan hóp á námskeiði í Hvítahúsi um næstu helgi þar sem við ætlum að fara "undir yfirborðið" með ýmsum leiðum. 
Atlantshafið/Atlantic ocean
I took a great workshop at Bær in Skagafjörður with Janice Mason Stevens. You can look at her blog here: http://janicemasonsteevesartwork.blogspot.is/ It was very refreshing to be a student and have to do assignments, you go out of your comfort zone and it freshens up your brain. Look forward to go to the studio and keep on. I also look forward to meet new group at a workshop in Hvitahus Snæfellsnes where we will go "under the surface" with different methods.
Skagafjörður