Það er nauðsynlegt að rýma svolítið til hjá sér af og til, ekki bara með því að skúra og pússa, heldur líka að henda, skipta út hlutum og setja nýja inn. Ég er í þessum fasa núna hér á vinnustofunni. Það á vel við, enda mikið framundan og gott að hlaða batteríin, en líka vera sýnilegur og við því sumir koma aldrei til mín nema ég bjóði þeim sérstaklega ;) Ég hef því auglýst fastan opnunartíma þessa vikuna(6.-12.3.)og er við frá klukkan 13-16 hið minnsta alla daga. Tilvalið fyrir fólk að kíkja við og hægt að gera góð kaup þessa vikuna því ég er í þannig stuði.
|
Litir í hrúgu |
|
Óreiða á borðinu |
Time to do a little cleaning and organize the studio for next event. Hafnarfjörður Cultural days(Bjartir dagar) will be from 19.-21. of April.
|
Loks búið að setja upp myndirnar |
|
Málverkið "...slóð"er frá 2013.
Stærð: 120x90
Það var á sýningu í Danmörku og víðar
og hefur verið lengi fyrir augunum á mér.
Ég vildi gjarnan að það fengi varanlega gistingu á góðum stað.
|
|
Málverkið Óvissuför(122x90 - 2017)
hefur verið lengi í vinnslu hjá mér og loksins tilbúið.
Undirtónninn er rauður og ég málaði þunnt yfir
sem gefur því hressandi blæ og margslungið yfirbragð. |
|
Þarna má sjá ýmis verk máluð á undanförnum árum
sem ég er mjög ánægð með,
enda hef ég notað þau á bolla, kort ofl.
Tilboð á kortum er alltaf vinsælt.
Bollana er eingöngu hægt að fá hjá mér og þeir eru hentugir í tækifærisgjafir. |
Á Björtum dögum sem haldnir verða í kringum Sumardaginn fyrsta, 19. apríl ætla ég að bjóða upp á svolítið óvenjulegan viðburð sem ég kalla "Sveitapiltsins draumur" og hlakka ég mikið til að vinna að því. Kannski við hæfi að setja þessa mynd hér með sem gefur örlitla innsýn í það sem er framundan. Meira um það síðar.
|
"Sveitapiltsins draumur"?
Hver skyldi hann vera? |
|
Rómantísk sýn eða hvað? |
No comments:
Post a Comment