Vegna forfalla er laust á námskeið í olíumálun á vinnustofunni hjá mér um helgina(3. og 4. mars), að Fornubúðum 8 í Hafnarfirði. Þar sem þetta er með stuttum fyrirvara þá verður dagskráin frekar laus í reipunum, byrjum á laugardagsmorgun klukkan 10 með smákynningu á olíulitum og ég hjálpa ykkur að velja myndefni til að mála. Málum til kl. 14 og svo aftur á sunnudaginn kl. 10-15. Svo verður bætt inn í þriðja deginum seinna eftir því sem hentar hverjum og einum þannig að samtals eru þetta því 12 tímar.
Verð fyrir allan tímann er 25.000 og allt efni er innifalið, nema striginn sem hver og einn kemur með fyrir sig. Eftir helgina ættir þú að geta gengið út með fyrsta málverkið og komin með bakteríuna.
Endilega láttu vita ef þú veist um einhvern sem hefur áhuga. Ég er með námskeið af og til á vinnustofunni.
Hægt að skrá sig hjá mér í s:8987425
kveðja Soffía