Friday, April 19, 2019

Apríl - ýmislegt/April Various things


VINNUSTOFAN/MY STUDIO

Ýmis verkefni stór og smá eru framundan. Á vinnustofunni er undirbúningur fyrir Bjarta daga í hámarki og að þessu sinni er það örsýningin "Sunnan vindur baby" sem opnar á Sumardaginn fyrsta 25.4. kl. 14-17 og viðburðurinn Gakktu í bæinn 26.4. kl. 18-21 þar sem listamenn í Hafnarfirði bjóða á vinnustofur sínar./Open studio days coming up. Selection of work with warm colors and the studio will be filled with plants. Culture in focus in Hafnarfjörður in April.
Sunnan vindur baby/Work in progress
Vinnustofan verður með suðrænum anda þessa daga, plöntur og verk valin saman á veggjum sem höfða til suðrænna slóða, en gefa jafnframt til kynna nýjan veruleika og hugsanaferli með hnattrænni hlýnun jarðar. Manni beinlínis hlýnar því um hjartarætur á viðburðinum “Gakktu í bæinn” föstudaginn 26. apríl kl.18-21. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 20 tökum við lagið og syngjum nokkra suðræna slagara. Sýningin stendur einungis þessa daga en opið verður eins og venjulega eftir samkomulagi á vinnustofunni.
Sunnan vindur baby/Work in progress
NÁMSKEIÐ/PAINTING COURSES
Mars var námskeiðsmánuður á vinnustofunni. Það er alltaf gaman að taka á móti nýjum og áhugasaömum málurum og breyta vinnustofunni. Það er frábært að vera með allt innan handar , bækur, efni og áhöld og svo fara þátttakendur heim með eitthvað nýtt undir hendinni eða í kollinum. Námskeið 4 - Íblöndunarefnin sem er bara eitt skipti og í fyrirlestra- og sýnikennsluformi er greinilega að hitta í mark og nýtist þeim sem hafa verið að mála og eru með einhverja þekkingu.  Ég ætla að vera með það aftur 7. maí nk. og um að gera að skrá sig strax, síðast komust færri að en vildu. Ég auglýsi námskeiðin á facebook síðu minni: hér /
Several Oil Painting courses were at my studio in March and next one coming up on May 7th. from 4-8pm.
Íblöndunarefnin/Some oil material for the Art course

Íblöndunarefnin/Some acrylic material for the Art course
VINNUSTOFUDVÖL Í DÜSSELDORF Í MAÍ/
ARTIST RESIDENCY IN GERMANY IN MAY
Af og til þarf að fríska upp á listatilveruna og ég er svo heppin að vera að fara til Düsseldorf í maí í skiptiprógrammi sem SÍM er að byrja með í samstarfi við Verein der Düsseldorfer Künstler. 2 íslenskir listamenn munu dvelja þar og 2 þýskir listamenn koma til Íslands í ágúst. Ég hef reynslu af því að svona dvalir skila sér margfalt til baka, ótruflaður tími til að hugsa og skoða og skissa./Artist residency in Düsseldorf Germany coming up in May. An exchange program with SIM where two icelandic artists stay in May and two german artists in Iceland in August. From my experience a stay like that gives you time to focus and explore new art paths. 
Ísland/Apríl
SÝNINGAR/EXHIBITIONS 
 Það er kominn tími til að sýna Wish you were here póstkortaprojektið á Íslandi. Fyrir ári síðan vorum við Heike Liss í Chile, nú er það Mjólkurbúðin, Akureyri 3.-11. ágúst nk. Alltaf bætist við kortin og það verður gaman að sýna fyrir norðan. Sjá: https://www.wishyouwerehereproject.com/
Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?

Wish you were here/Just sent this. Hope it arrives safely
Búin að senda þetta ætli það skili sér?