Monday, April 3, 2017

Apríldagar...Bjartir dagar...

Alltaf er nú indælt þegar komið er fram í apríl. Vinnustofan er málið þessa dagana og margt sem er á prjónunum. Viðburður er í uppsiglingu á Björtum dögum 19.-23. apríl. Þeir eru eins og svo oft hefur komið fram, menningardagar hér í Hafnarfirði og ég hef alltaf tekið þátt með einhverskonar viðburði. Að þessu sinni í samstarfi við eiginmanninn sem aldrei fyrr, því ég hef "boðið honum" að frumsýna hér uppgerðan traktor, Massey Ferguson 1971 módel, sem tekið hefur allan hans frítíma undanfarin ár, en er nú að verða tilbúinn. Traktorinn kemur frá Bjalla í Landsveit og mun fara þangað aftur í fyllingu tímans en gaman verður að sjá hann hér inni á gólfi eldrauðan og gljáandi.  
Skipulagning "Bjartra daga 2017"
Á veggjum vinnustofunnar ætla ég svo að setja upp litla sýningu með sveitastemmingu sem tónar vel við farartækið og aldrei að vita hvað ratar þar upp, en ég er að vinna að því þessa dagana.
Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Nokkrar myndir í vinnslu

Friðarhöfðinginn...annars konar farartæki þarna?

Átthagastemmur hjer og hjer....






No comments:

Post a Comment