Í upphafi árs er tilvalið að skella sér á námskeið. Koma sér af stað og hressa upp á andann. Ég verð með þrjú stutt námskeið í olíumálun á vinnustofunni á næstunni. Þau henta byrjendum og lengra komnum, það er allt innifalið nema striginn og námskeiðin til þess ætluð að koma fólki af stað í málun í skapandi umhverfi, sötra kaffi og hafa gaman. Skráning er gegnum netfangið soffias@vortex.is, en einnig má líta við hjá mér eða hringja í s:8987425. Sökum anna verða þetta einu námskeiðin sem ég stend fyrir á þessu ári á vinnustofunni, þó ekki sé loku fyrir það skotið að einu sumarnámskeiði verði skotið inn.
Hm....blái liturinn fylgir mér nú alltaf svoldið... |
Inni / úti….
(gatan mín, húsið mitt,
bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín)
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður
Tímasetningar:
I.
18.1. mánudagur 16-18
19.1. þriðjudagur 16-20
20.1. miðvikudagur 16:30-20:30
26.1. þriðjudagur 16-20
Samtals 14 stundir með kennara
Verð: 25.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.
II.
28.1. fimmtudagur 16-18
29.1. föstudagur 16-19
30.1. laugardagur 10-16
Samtals 11 stundir með kennara
Verð: 20.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.
III.
1.2. mánudagur 16-18
2.2. þriðjudagur 16-19
5.2. föstudagur 10-16
Samtals 11 stundir með kennara
Verð: 20.000(Staðfestingargjald 5.000)
Hægt að skipta greiðslum.
Hvað: Námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra
komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í
litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja
vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á
vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur(5-7) og notalegt
andrúmsloft. Mögulegt að taka fleiri en eitt námskeið og er þá veittur afsláttur.
Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir
litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga
í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3
pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.
Fyrirkomulag
Í fyrsta tíma er stutt
kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Mælt með að
skoða sýningar ef tími vinnst til. Grunnum striga, ákveðum myndefni í samráði
við kennara og hefjumst handa. Í upphafi grunnum við og málum með akríllitum og
leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Í næsta tíma færum við okkur
yfir í olíuliti og notum ýmis íblöndunarefni til að flýta fyrir þurrkun. Í
síðustu tveimur tímunum leggjum við síðustu hönd á verkin og að síðustu er
stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.
Niðursokknir í vinnu.... |
Málverkið þarf ekki að vera alveg eins og fyrirmyndin. |
Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.
Hvaða mynd á að velja til að mála eftir? |
Þarna var nú bleiki liturinn allsráðandi enda hét námskeiðið: "Á bleikum grunni" |
No comments:
Post a Comment